COVID-19

Skólahald verður með breyttu sniði næstu daga. Hér eru helstu upplýsingar um skóladagana þessa viku

English below

Inngangar í skóla

Búið er að merkja alla innganga í skólann og mikilvægt að allir fari eftir þeim fyrirmælum sem þar eru. Börn í 1. – 4. bekk ganga eingöngu um einn inngang, að austan. Börn í 5. – 10. bekk nota suðurinngang. Mjög mikilvægt er að virða þessi takmörk. 

Viðvera nemenda í skólanum verður sem hér segir: 

Yngsta stig, kennsla frá 8:10-13:00. Vinsamlegast sendið börnin ekki allt of snemma af stað. Nemendur fara beint inn í sínar heimastofur.

Miðstig, kennsla frá 8:10-12:00 Nemendur fá mat í lok skóladags. Athugið að vegna hámarksfjölda nemenda í hóp verður hluti 5. bekkjar í stofu (Stapa) á jarðhæð. Tekið verður á móti nemendum í forstofu og þeim skipt í hópa.

Unglingastig. Klukkan 10.00 hitta umsjónarkennarar á unglingastigi nemendur sína á google meet og af og til það sem eftir lifir dags. Nemendur læra heima og kennarar sinna fjarkennslu.

Matur og nesti

Ekki verður hægt að bjóða upp á hafragraut eða annan morgunverð. Mikilvægt að allir séu vel nestaðir fyrir daginn. Hafa ber í huga að nemendur hafa hvorki aðgang að grilli né örbylgjuofni.  Hádegismatur verður í boði fyrir börn í 1. – 7. bekk en verður með einföldu sniði. 

Frístund

Fyrsti bekkur verður í Frístundarrými og nýtir sér þá forstofu. Annar bekkur verður í sinni kennslustofu og notar sama inngang og að morgni. Foreldrar eru beðnir að koma ekki lengra en inn í forstofur ef þeir sækja börn í frístund.

Tilkynningar frá Almannavörnum

Shool will be a bit different the next few weeks. Here are some important information.

Íslenska fyrir ofan

Arriving to school

The entrances have restrictions, only students in grades 1. – 4. can use the entrance from Reynivellir, other students must use the entrance they have on the south side of the school.

Timetable

1. – 4. grade will be in school from 8:10 – 13:00. Please try not to send the children to early. They will go into their classrooms as soon as they arrive and stay there for most of the day. Lunch will be served there. Teachers will provide free play inside and outside each day. 

5. – 7. grade will stay in school from 8:10 – 12:00. They will have lunch at the end of the school day. Because of restrictions in numbers a group of 5th graders will be in a classroom on the first floor (Stapi).

8. – 10. will study from home and the theacher will be in contact.

Snacks and lunch

We are unable to provide breakfast as usual, so it is very important for children to have breakfast before they come to school and bring wholesome snacks to school. We provide lunch for children in 1. – 7th grade but it could be different from what was planned on the menu.

After school program (Frístudn)

The first grade will be in their usual rooms in Frístund, using the usual entrance. Second grade will be in their classroom and using the same entrance as in the morning. When you come to school we ask you not to go any further than just inside each entrance.


Announcements from Department of Civil Protection and Emergency Management

Síðast uppfært 24.03 2020