
Innskráning:
Algengar spurningar
Hvernig skrái ég barnið mitt í frístund?
- Skráning fer fram í gegnum Völu frístund í febrúar/mars ár hvert. Sækja þarf um á hverju ári og umsóknin gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní). Leiðbeiningar – Umsóknarvefur Vala frístund
Hvað kostar að vera með barn á frístundaheimili?
- Gjaldskrá frístundaheimila er aðgengileg hér.
Hver er skráður greiðandi fyrir frístundaheimilið?
- Sá sem skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og byrjar umsóknarferlið er skráður greiðandi fyrir frístundaheimilinu.
Hvernig er haft samband við mig og af hverju?
- Forstöðumaður frístundaheimilis nýtir skráð netföng til þess að koma skilaboðum áleiðis til foreldra. Foreldrar/forsjáraðilar fá þá almennar fréttir úr starfinu, tilkynningar og aðrar upplýsingar.
Er frístund opin á skólafrídögum?
- Lengd viðvera í frístund er í boði flesta skólafrídaga eins og t.d. viðtalsdaga, starfsdaga og í jóla- og páskafríum. Hér fyrir neðan sjáið þið opnunartíma frístundar á þessa daga. Skrá þarf nemendur sérstaklega þá daga sem lengd viðvera er í boði og er greitt fyrir hana samkvæmt gjaldskrá Akureyrarbæjar.
- Leiðbeiningar: Skrá nemanda í lengda viðveru.
- Dagar með lengdri viðveru 2024-2025
Hvernig breyti ég vistunartíma?
- Inni á Völu frístund skráir foreldri/forsjáraðili sig inn og getur þar séð núverandi skráningu og breytt skráningunni. Leiðbeiningar: Sækja um breytingar á vistun.

Síðast uppfært 02.01 2025