Áherslur í skólastarfi Oddeyrarskóla

skóliOddeyrarskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. – 10. bekk. Í skólanum vinnum við saman að því að skapa skólasamfélag sem nær árangri. Við leggjum upp úr jákvæðum skólabrag og viljum byggja upp áhugasama og metnaðarfulla einstaklinga.
Við viljum skapa skilyrði til náms með leik, sköpun og hefðbundnu bóknámi. Við vinnum samkvæmt hugmyndafræði byrjendalæsis í yngstu bekkjunum, en markmið þess er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni og er gengið út frá því að börn fái lesefni sem kveiki áhuga þeirra, ýti undir ímyndunarafl og hvetji þau til gagnrýninnar hugsunar.

Einnig erum við að þróa notkun samræðunnar í kennslustofunni þar sem nemendur auka m.a. hugtakaskilning sinn og fá þjálfun og hvatningu í lykilhæfniþáttunum að tjá sig, IMG_4267miðla upplýsingum, nota gagnrýna hugsun, taka þátt í Google apps for educationsamvinnu og bera ábyrgð á eigin námi.

Undanfarin ár hafa nemendur á unglingastigi leyst stærðfræði- og íslenskuverkefni í gagnvirka vefumhverfinu Moodle og vinnum við ötullega að því að þróa áfram notkun á upplýsingatækni í skólastarfinu. Við leggjum megináherslu á að þróa nám og vinnu nemenda í umhverfi sem kallast Google Apps for Education, en það umhverfi hefur óendanlega möguleika og nýtist okkur m.a. mjög vel við samvinnu nemenda, leiðsögn kennara og endurgjöf.

Við vinnum samkvæmt hugmyndafræði SMT skólafærni (e. School management training). Þar er lögð áhersla á jákvæðan stuðning við hegðun nemenda, að þeir fái skýr skilaboð og að skólareglur séu sýnilegar og virkar.

Oddeyrarskóli leggur mikið upp úr góðu samstarfi við foreldra og viljum við fyrst og fremst leggja áherslu á gagnkvæmt traust og jákvæð samskipti við fjölskyldur nemenda okkar. Við trúum því að samábyrgð og samvinna heimila og skóla sé hornsteinn að þroska, námi og velferð barna og ungmenna og við bjóðum foreldra og börn velkomin til samstarfs við okkur í Oddeyrarskóla.

Síðast uppfært 23.06 2018