Bókasafnið er miðsvæðis á fyrstu hæð skólans. Það
er í nýlegri viðbyggingu sem tekin var í notkun árið 2001. Tengt því er tölvuver skólans. Á safninu eru sæti fyrir 18 nemendur, leskrókur fyrir yngstu nemendurna og sófahorn sem ætlað er eldri nemendum. Safnkostur er góður, fræðibækur, skáldsögur, tímarit, hljóðbækur og myndbönd.
Útlánatími er hálfur mánuður eða eftir samkomulagi. Safnið er nýtt bæði til útlána og kennslu eftir því sem skipulagt er hverju sinni. Nemendur eiga einnig möguleika á að læra á safninu eftir að kennslu lýkur.
Safnið þjónar nemendum og starfsfólki skólans og veitt er aðstoð við millisafnalán þegar þörf krefur.
Safnið er opið alla daga frá kl. 8:00 – 14:00 nema miðvikudag til kl.13:00
Lokað einstaka tíma þegar kennsla er á safni.
Safnkostur er skráður í landskerfi bókasafna, Gegni. Útlánakort nemenda og starfsfólks eru geymd á safninu.
Hægt er að fylgjast með eigin útlánum með því að fara inn á Gegnir.is, smella þar á Innskrá, slá þar inn kennitölu í reitinn notandi og síðan lykilorði. Velja þarf safnahópinn Norðurland og þar Gögn í útláni og þar sést hvaða bækur eru í útláni og skiladagur þeirra.
Nemendur eru velkomnir á bókasafnið á skólatíma,eiga þar næðisstund við lestur eða nám.
Lögð er áhersla á að leiðbeina nemendum við val bóka, auka áhuga þeirra á lestri og móta þannig góðar lestrarvenjur.
Skólasafnskennari í Oddeyrarskóla er Þórarinn Torfason.
Síðast uppfært 06.07 2018