Skólanámskrá

Skólanámskrá Oddeyrarskóla er nánari útfærsla á ákvæðum aðalnámskrá  þar sem gerð er grein fyrir sérkennum skólans. Skólanámskráin er tvíþætt annars vegar almennur hluti hennar sem hér birtist og hins vegar starfsáætlun.  Almenni hlutinn byggir á þeim gildum sem skólinn stendur fyrir og er endurskoðaður á þriggja ára fresti. Í starfsáætlun, sem gefin er út árlega, er að finna upplýsingar um starfstíma og viðburði komandi skólaárs.  Bekkjarnámskrár eru einnig hluti af starfsáætlun.

Menntastefna Akureyrarbæjar var endurútgefin árið 2020 og gildir til ársins 2025. Þar kemur fram að það sé hlutverk Akureyrarbæjar að vinna að velferð og framförum barna, tryggja þeim öruggt námsumhverfi og skapa góðar aðstæður fyrir skapandi og framsækið skólastarf. Skólastarfið byggir á ákvæðum Aðalnámskrár grunnskóla frá 2011 og stefnu yfirvalda um menntun fyrir alla.

Skólastarf er í sífelldri þróun þar sem starfsmenn skóla eiga reglulega samtöl um stefnu, markmið, mat og framfarir nemenda. 

Skólanámskrá Oddeyrarskóla 2025-2027

Skólanámskrá Oddeyrarskóla 2022 – 2024

Sækja Skólanámskrá Oddeyrarskóla 2018 – 2021 sem PDF skjal.

Anna Bergrós Arnarsdóttir, skólastjóri

Fjóla Kristín Helgadóttir, deildarstjóri

Margrét Th. Aðalgeirsdóttir, deildarstjóri

Síðast uppfært 08.01 2025