Jafnrétti og mannréttindi

Jafnréttisáætlun Oddeyrarskóla er gerð í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafna rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.

Áætlunin nær annars vegar til jafnréttis kynjanna meðal starfsfólks og hinsvegar meðal nemenda.

  • Nemendur skólans skulu hljóta jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum þar sem lögð er áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, bæði í fjölskyldu- og heimilislífi sem og í atvinnulífi. Í nýrri menntastefnu er jafnréttismenntun skilgreind sem ein af sex grunnþáttum menntunar.
  • Við ráðningar starfsfólks til skólans skal reynt eftir besta megni að jafna stöðu kynjanna á vinnustaðnum.
  • Gæta þarf þess að störf innan skólans séu aldrei flokkuð sem sérstök kvenna- eða karlastörf nema um sturtuvörslu sé að ræða í íþróttahúsi skólans.
  • Leggja skal áherslu á að taka reglulega upp umræðu um jafnréttismál og jafnréttisáætlun skólans í foreldraráði.
  • Hvetja skal foreldra af báðum kynjum til að koma í heimsókn í skólann.

 

Verklagsreglur Akureyrarbæjar vegna nemenda með fjölþættan vanda

Síðast uppfært 03.01 2019