Nemendur sem hefja nám í 1. bekk heimsækja skólann reglulega áður en þeir koma í skólann ef þeir eru hluti af samstarfi grunn- og leikskóla svæðisins. Þeir sem koma annars staðar frá fá boð um að taka þátt í heimsóknum vorið áður en þeir hefja nám við skólann.
Vorið áður en börn hefja nám í 1. bekk fá þeir boð um heimsókn frá tilvonandi umsjónarkennara. Kennarinn kemur heim til allra nemenda í nokkrar mínútur, afhendir þeim boðskort í skólann og tekur af þeim mynd svo hægt sé að merkja snaga og fleira með myndum af börnunum tímanlega.
Á boðskorti kemur fram að foreldum og nemendum sé boðið til fundar þá um vorið þar sem skólastarfið er kynnt og börnin dvelja með kennara sínum í um klukkustund.
Að hausti hefst skólastarf rólega, fyrstu dagarnir eru stuttir og eiga allir nemendur einn vin úr 8.bekk sem fylgir honum eftir í frímínútum og aðstoðar eftir þörfum. Nánari lýsingu á þessu má finna í handbók fyrir foreldra.
Nemendur í 2. – 10. bekk.
Foreldrar sem skrá nemendur í skólann í þessa árganga eiga að fá góða kynningu á skólanum.
- Ritari tekur við skráningum og setur upplýsingar í Mentor og Matartorg.
- Ritari upplýsingur stjórnendur og hjúkrunarfræðing skólans um komu nemanda.
- Deildarstjóri viðkomandi stigs upplýsir kennara og tekur þátt í móttöku ef þess er þörf.
- Umsjónarkennari boðar foreldra og nemanda til viðtals þar sem kynnt er:
- stundaskrá
- dagleg rútína
- fyrirkomulag íþrótta / sundtíma
- stefna skólans (SMT, Heilsueflandi skóli)
- Mentor
Umsjónarkennari tryggir að nemandinn hafi aðgang að samnemanda sem styður við hann fyrstu dagana, kynnir honum húsnæði, skólalóð og jafnvel umhverfi skólans.
Síðast uppfært 18.10 2022