Mikilvægt er að hver skóli vinni náið með nærsamfélagi sínu. Oddeyrin á sér langa og áhugaverða sögu og veitir gott tækifæri til að tengja við nám. Atvinnulíf er fjölbreytt á Oddeyri og því nærtækt að kynna nemendum ólík fyrirtæki, framleiðsluferli og fjölbreytt störf og tengja við nám þeirra.
Viðfangsefni sem tengja námið við daglegt líf og starfsvettvang efla læsi nemenda á umhverfi sitt.
Í Oddeyrarskóla er lögð áhersla á að nemendur og starfsfólk vinni náið með nærsamfélaginu í því skyni að auka námsáhuga, dýpka nám og öðlast víðsýni. Námið er sett í raunverulegt samgengi með vettvangsheimsóknum sem eru undirbúnar og nýttar í samhengi við námsmarkmið.
Nemendur afla sér upplýsinga áður en farið er í vettvangsferðir, skipuleggja þær í samvinnu við kennara, safna upplýsingum á vettvangi og vinna úr þeim. Margar stofnanir bæjarins bjóða upp á vettvangsferðir, ekki síst söfnin og eru þessi tækifæri nýtt til að dýpka nám nemenda, sérstaklega þegar unnið er með ákveðin þemu.
Síðast uppfært 02.07 2018