Jafnréttisáætlun Oddeyrarskóla

jafnréttiJafnréttisáætlun þessi er gerð í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafna rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.

Hér gefur að líta framkvæmdaráætlun fyrir skólaárið 2014-2015

Áætlunin nær annarsvega til jafnréttis kynjanna meðal starfsfólks og hinsvegar meðal nemenda.

Nemendur Oddeyrarskóla:

 • Nemendur skólans skulu hljóta jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum þar sem lögð er áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, bæði í fjölskyldu- og heimilislífi sem og í atvinnulífi. Í nýrri menntastefnu er jafnréttismenntun skilgreind sem ein af sex grunnþáttum menntunar.
 • Starfsfólki skólans ber að vera vakandi fyrir hverju því tækifæri sem gefst til að ræða við nemendur um jafnrétti kynjanna, staðalímyndir, fordóma, samskipti, ólíkar þarfir einstaklinga og kynjahlutföll í starfsgreinum og áhugasviðum.
 • Leita skal allra leiða til að efla sjálfsvirðingu og sjálfsvitund nemenda með það að markmiði að styrkja hvern einstakling í að velja út frá eigin sannfæringu en ekki út frá viðhorfum hóps eða staðalímyndum.
 • Lögð er áhersla á að allir nemendur þjálfist í að þekkja og tjá tilfinningar sínar og læri um leið að virða tilfinningar annara óháð kyni, uppruna, búsetu, trú eða fötlun.
 • Leggja skal áherslu á að strákar og stelpur hljóti fræðslu, ráðgjöf og hvatningu í tengslum við ólík menntunartækifæri og ólík störf óháð kyni.
 • Innan hvers kennarateymis skulu niðurstöður námsmats skoðaðar ítarlega með tilliti til kynjamunar. Sé hann til staðar skal markvisst unnið að lausnaleit um orsakir og leiðir til úrbóta.
 • Kennurum ber að skilgreina vel þarfir nemenda sinna og leita allra leiða til að haga kennsluháttum þannig að komið sé til móts við ólíkar þarfir þeirra, áhugasvið og forsendur. Jafnframt skulu nemendur hafðir með í ráðum um hvernig skapa megi þau námsskilyrði sem til þarf svo öllum líði vel, óháð kyni eða öðrum þáttum.
 • Kennarar þjálfist í að horfa gagnrýnum augum á það námsefni sem notað er í skólanum með tilliti til kynjasjónarmiða.
 • Á hverju ári skal leggja fyrir einhvern nemendahóp könnun um viðhorf til jafnréttismála og líðan þeirra í skólanum. Mikilvægt er að rýna í niðurstöður slíkra kannanna, ræða þær innan teyma og skilgreina hvernig bregðast skuli við þeim.
 • Starfsfólk skal ávallt vera meðvitað um hlutverk sitt sem fyrirmyndir allra nemenda skólans þegar kemur að jafnréttismálum sem og öðrum málum og gæta þess í öllum samskiptum sínum við nemendur að mismuna þeim aldrei eftir kyni frekar en öðru.
 • Kennurum ber að efla umræðu með nemendum um kynferðislegt ofbeldi og áreitni í forvarnarskyni eða óska eftir aðila til að gera það.

Starfsfólk Oddeyrarskóla

 • Við ráðningar starfsfólks til skólans skal reynt eftir besta megni að jafna stöðu kynjanna á vinnustaðnum.
 • Gæta þarf þess að störf innan skólans séu aldrei flokkuð sem sérstök kvenna- eða karlastörf nema um sturtuvörslu sé að ræða í íþróttahúsi skólans.
 • Allir starfsmenn skólans skulu hafa sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar, óháð kyni.
 • Leita skal leiða til að bjóða starfsfólki upp á fræðslu um jafnréttismál og kynferðislega áreitni.
 • Tryggja skal að konur og karlar njóti sömu kjara fyrir sömu störf.
 • Tryggja skal sama sveigjanleika gagnvart báðum kynjum þegar kemur að samræmingu fjölskyldu- og heimilislífs eða töku fæðingarorlofs og veikindadaga vegna barna.
 • Öllu starfsfólki skal gert ljóst að kynferðisleg áreitni í hvaða formi sem hún er verði aldrei liðin í skólanum. Bregðast þarf skjótt við komi upp ábending um slíkt.
 • Koma skal upp vinnureglum um viðbrögð við kynferðislegri áreitni hvort heldur sem er meðal starfsmanna eða nemenda.

Samstarf við heimilin

 • Leggja skal áherslu á að taka reglulega upp umræðu um jafnréttismál og jafnréttisáætlun skólans í foreldraráði.
 • Hvetja skal foreldra af báðum kynjum til að koma í heimsókn í skólann.
 • Kennarar skulu vera meðvitaðir um að hafa samband við feður til jafns við mæður sé þess nokkur kostur.
 • Hvetja skal foreldra af báðum kynjum til að taka virkan þátt í skólagöngu barna sinna hvort heldur er til setu í bekkjarráði eða til aðstoðar við heimanám.
 • Óska skal eftir samstarfi við foreldra um starfskynningar fyrir nemendur.
 • Hvetja skal til umræðu um jafnréttismál meðal foreldra og nemenda t.d. með heimanámsverkefnum.
 • Bjóði skólinn upp á námskeið, bókasafnsopnun eða annað í tengslum við samstarf heimila og skóla, skal þess gætt að tilboðin höfði jafnt til beggja kynja.
 • Kanna þarf hvort kynjamunur er í þátttöku foreldra í viðtölum og á fundum er varða nemendur. Sé raunin sú skal leita leiða til að minnka þann mun.

Áætlun þessa skal taka til umræðu og endurskoðunar meðal starfsfólks árlega.

 

Bækur og myndir sem hægt er að nýta í umræður og fræðslu með nemendum (Í vinnslu):

 • Þegar Rósa varð Ragnar og þegar Friðrik varð Fríða Höfundar: Louise Windfeldt og Katrine Clante. Þýðandi: Þórlaug Baldvinsdóttir.
 • Bækurnar um Einar Áskel
 • Ronja Ræningjadóttir
 • Lína langsokkur
 • Hungurleikarnir
 • Hver gerir hvað?
 • Eru fjöllin blá? Bók fyrir unga heimspekinga. Aldursstig: Yngsta- og miðstig
 • Útgáfuár: 2010 Höfundur: Íris Arnardóttir
 • Ég er bara ég:  Aldursstig: Miðstig , Útgáfuár: 2000 / 2001, höfundur: Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson
 • Huxarinn: Vinnubók í jafnréttisfræðsluAldursstig: Unglingastig, útgáfuár: 2010 Höfundur: Íris Arnardóttir
 • Jafnréttishandbókin. Aldursstig: Yngsta stig, Miðstig, Unglingastig. Útgáfuár: 2000. Höfundur: Hafsteinn Karlsson og Stefanía Traustadóttir
 •  Karlmennska og jafnréttisuppeldi: Aldursstig: Fyrir kennara allra stiga  Útgáfuár: 2005 Höfundur: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
 •  Kynungabók Aldursstig: Unglingastig og framhaldsskólar. Útgáfuár: 2010. Höfundar: Berglind Rós Magnúsdóttir, Guðrún M. Guðmundsdóttir, Jóna Pálsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Kristín Jónsdóttir
 • Kynjamyndir í skólastarfi. Útgáfuár: 2005. Ritstjórn: Arna H. Jónsdóttir, Steinunn Helga Lárusdóttir og Þórdís Þórðardóttir
 • Kynlega klippt og skorið: ætlað að vera kveikja að umræðum og verkefnum um málefnið. Aldursstig: Unglingastig Útgáfuár: 2001 Höfundur: Ásdís Olsen, Karl Ágúst Úlfsson
 • Leið þín um lífið – Siðfræði fyrir ungt fólk: Aldursstig: Unglingastig.  Útgáfuár: 2002 Höfundur: Leonare Brauer, Dr. Richard Breun, Dr. Astrid Erdmann og Maritta Schöne. Þýðing: Stefán Jónsson
 • Lífsgildi og ákvarðanir Aldursstig: Unglingastig. Útgáfuár: 1991. Höfundar: John Forliti, Lucy Kapp, Sandy Naughton og Lynn Young. Þýðing: Bogi Arnar Finnbogason
 • Líkt og ólíkt. Kynjavíddin í uppeldisfræðilegri hugsun og starfi: Aldursstig: Fyrir kennara allra stiga. Útgáfuár: 1998 Ritstjóri: Anne-Lise Arnesen. Þýðandi: Ingólfur V. Gíslason
 • Margt er um að velja: Aldursstig: Unglingastig Útgáfuár: 2004. Höfundur: Berglind Helga Sigurþórsdóttir og Helga Helgadóttir. Vefútgáfa: http://www.namsgagnastofnun.is/margt_er_um_ad_velja/index.htm
 • Nýir drengir og nýjar stúlkur – ný uppeldisstefna. Aldursstig: Fyrir kennara allra stiga einnig leikskóla. Útgáfuár: 2004. Ritstjóri: Ole Bredersen. Þýðandi: Ingólfur V. Gíslason. Netútgáfa: ókeypis rafræn útgáfa
 • Píkutorfan: Aldursstig: Unglingastig, Framhaldsskóli. Útgáfuár: 2000. Höfundar: Linda Norrman Skugge, Belinda Olsson og Brita Zilg. Þýðendur: Hugrún R. Hjaltadóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir
 • Réttindi mín: Aldursstig: 1.-3. hefti fyrir ólíka aldurshópa, 4. hefti er fyrir kennara. Útgáfuár: 1994. Höfundur: Árný Elíasdóttir og Heimir Pálsson
 • Sagan af Sylvíu og Darra: Leikin íslensk mynd. Aldursstig: Unglingastig, Framhaldsskóli Útgáfuár: 2000. Lengd: 25 mín.
 • Upp úr hjólförunum – um mótun kynjanna: Mynd sem fjallar um mótun kynjanna.  Aldursstig: Miðstig, Unglingastig, Framhaldsskóli. Útgáfuár: 1989
 • Úr viðjum vanans: Aldursstig: Yngsta stig, miðstig og unglingastig. Höfundur: Halla Gunnarsdóttir
 • Vermdum þau: Aldursstig: Yngsta stig, Miðstig og Unglingastig. Útgáfu ár: 2006. Höfundur: Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir
 • www.jafnretti.is Jafnréttisofa ýmsar upplýsingar.
 •  Vefsíðan Jöfn framtíð fyrir stráka og stelpur http://jafnretti.felagsmalaraduneyti.is/ inniheldur upplýsingar og góðar hugmyndir fyrir kynjameðvitaðar leiðbeiningar varðandi menntun og störf fyrir stráka og stelpur.
 •  Á www.menntagatt.is má finna ýmislegt gagnlegt efni um jafnréttismál.

Áhugaverða norrænar vefsíður ætlaðar grunn- og/eða framhaldsskólanemum:

Yfirlit yfir íslenskar rannsóknir með áherslu á skóla, kyn og jafnrétti 1990-2005

 

Síðast uppfært 23.06 2018