Sýn og stefna Oddeyrarskóla

Einkunnarorð skólans eru ábyrgð – virðing – vináttalogo -stafalaust

Í Oddeyrarskóla vinnum við saman að því að skapa skólasamfélag sem nær árangri. Það einkennist af jákvæðum skólabrag, áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum.

Jákvæður skólabragur byggist á virðingu fyrir öllum einstaklingum og umhverfi þar sem margbreytileika skólasamfélagsins er fagnað. Hver og einn er meðvitaður um gildi sitt í samfélaginu og axlar ábyrgð á hlutverki sínu.

Við sköpum áhuga meðal einstaklinga með því að gera námið forvitnilegt og fjölbreytt og náms- og starfsumhverfi vinsamlegt og hvetjandi. Hver og einn sýnir ábyrgð í því að leita leiða til að skapa þessar aðstæður.

Við byggjum upp metnað með því að skapa aðstæður þar sem einstaklingum er gefinn kostur á að nýta styrkleika sína og hæfileika til að ná árangri. Mat á starfinu skal sett fram með leiðbeinandi og uppbyggjandi hætti. Þannig skapast vilji til að þróa og efla starfið.

Síðast uppfært 23.06 2018