1. grein: Félagið heitir Nemendaráð Oddeyrarskóla og hefur aðsetur þar .
2. grein: Allir nemendur Oddeyrarskóla eru félagar í nemendaráði. Einungis nemendur í 6.-10. bekk mega sitja í embættum og hafa atkvæðis- og kosningarétt.
3. grein: Hlutverk Nemendafélags Oddeyrarskóla er að:
- skipuleggja félagsstarf í skólanum með félagskennara.
- að gæta hagsmuna nemenda í skólanum.
- miðla upplýsingum milli nemenda og stjórnenda skólans.
4. grein: Stjórn Nemendafélags Oddeyrarskóla skipa tveir aðilar úr 6.-10. bekk, gæta skal þess að kynjahlutfall sé jafnt. 8.-10. bekkur skal jafnframt hafa tvo varamenn.
5. grein: Ný stjórn er kosin í upphafi hvers árs með lýðræðislegum, leynilegum kosningum.
6. grein: Stjórn félagsins skal funda a.m.k. einu sinni í mánuði. Skyldumæting er á fundi og ber að tilkynna félagskennara forföll. Ef fulltrúi getur ekki mætt á hann að útvega varamann í sinn stað.
7. grein: Nemendur sem sitja í nemendaráði skulu leitast við að vera til fyrirmyndar og þeir nemendur sem neyta áfengis, vímuefna eða tóbaks, geta ekki verið í nemendaráði. Ekki er heimilt að ræða mál einstakra nemenda í ráðinu.
8. grein: Endurskoða skal lög félagsins árlega. Lög þessi skulu þegar taka gildi og falla þar með önnur lög sem sett hafa verið úr gildi.
Samþykkt af öllum kjörnum fulltrúum í nemendafélagi að hausti 2022.
Síðast uppfært 13.10 2023