Stjörnuríki er félagsmiðstöð nemenda í 8-10 bekk í Oddeyraskóla. Félagsmiðstöðin býður upp á opið starf þar sem unglingarnir sjálfir, undir handleiðslu starfsmanna skipuleggja og sjá um viðburði.
Opnanir félagsmiðstöðvarinnar er sem hér segir:
- Mánudagar 20:00 – 22:00
- Miðvikudagar 20:00 – 22:00
Á opnu húsi viljum við hafa gaman og viðmiðið er að unglingar viti hvað má og hvað ekki án þess að taka þurfi það sérstaklega fram. Hins vegar er ágætt að minna á að
- Unglingunum er óheimilt að vera með Vape, áfengi, tóbak og aðra vímugjafa í vörslu sinni jafnt innan dyra sem utan í félagsmiðstöðinni og í ferðum á vegum hennar.
Séu reglur félagsmiðstöðvarinnar brotnar er haft samband við foreldra.
Allir nemendur í 8.-10. bekk eru velkomnir í allar félagsmiðstöðvar á Akureyri en þær eru 6 samtals. Mætingarstig gilda á milli félagsmiðstöðva og með þeim öðlast þau rétt á þátttöku á Samfesting, aðalviðburð Samfés.
Veturinn 2023-2024 er fjöldi viðburða á vegum Félak og eru þeir auglýstir sérstaklega hverju sinni. Skólaböll eru á vegum skólanna og nemenda í hverjum skóla. Fulltrúi félagsmiðstöðvar er til staðar á balli.
Starfsfólk Stjörnuríkis eru Ester, Máni og Kristbjörg. Þau taka ávallt vel á móti öllum sem vilja vera með. Auglýsingar, dagskrá og fleira má finna á samskiptamiðli Stjörnuríkis sem er á Instagram.
Facebook síða Félagsmiðstöðvar Akureyrar: https://www.facebook.com/FELAK123
Instagram síða Stjörnuríkis: https://www.instagram.com/stjornuriki_felak/
Vakni spurningar má hafa samband við Ester Ósk.
Netfang: esterosk@akureyri.is
Starf Miðstigs
Miðstigsopnanir eða opin hús eru fyrir börn í 5. – 7. bekk. Þær eru í eina og hálfa klukkustund í senn í hverri félagsmiðstöð. Hver skóli er með fjögur opin hús á önn.
Starfið er með þeim hætti að starfsmenn Félak skipuleggja dagskrá fyrir öll opin hús vetrarins en krakkarnir hafa val um að fylgja dagskránni eða einfaldlega njóta þess sem félagsmiðstöðin hefur að geyma; spila borðtennis, hlusta á tónlist o.s.frv. undir eftirliti og leiðsögn starfsmanna.
M65 er Klúbbastarf fyrir 5. og 6. Bekk. Unnið er eftir hugmyndafræði Timewise sem gengur út á að kenna þeim lýðræðislega hugsun, taka þátt í hóp, vera meðvituð um hvernig þau nýta frítíma sinn og gera ýmislegt til að örva félagsþroskann. Ásamt því að gera ýmislegt skemmtilegt.
Pop-up viðburðir eru hugsaðir fyrir 7.bekki á Akureyri. Þrátt fyrir að 7. bekkingar séu á miðstigi verða þau oft á milli miðstigs og unglingastigs, en þau mættu vera duglegri að sækja opin hús. Svo þessir viðburðir eru gerðir eingöngu fyrir þau.
Umsjón með opnum húsum, viðburðum, klúbbum og fræðslum eru Andri Már Mikaelsson og Hulda Ósk Jónsdóttir.
Allar upplýsingar er hægt að nálgast á Facebook síðu Miðstigs Félak: https://www.facebook.com/profile.php?id=100070091800189
Síðast uppfært 09.10 2023