Hagnýtar upplýsingar um val nemenda
Þegar nemandi velur sér valgrein er mikilvægt að hann velti öllum möguleikum vel fyrir sér og ræði hugmyndir sínar við foreldra eða forrráðamenn. Valið á að byggja á áhuga og þörfum hvers og eins en ekki því hvert félagarnir stefna. Hafið í huga að valgreinar eru jafn mikilvægar og aðrar námsgreinar og kröfur um ástundun og árangur jafnmiklar og í öðrum greinum.
Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum nemenda um valgrein. Greinar geta fallið niður vegna lítillar þátttöku eða annarra ófyrirséðra orsaka. Einnig getur komið fyrir að fleiri sækja í greinar en hægt er að koma að.
Hver nemandi á unglingastigi þarf að skila 37 kennslustundum á viku. Af 37 kennslustundum nemenda eru 29 í grunnfögum, tvær í vinnustund þar sem nemendur, undir leiðsögn kennara, ákveða sjálfir hvaða verkefni þeir vinna og sex kennslustundir eru valgreinar. Hver valgrein er kennd tvær kennslustundir á viku. Nemandi velur sér valgrein fyrir ½ vetur í senn. Oft er sama valgrein í boði fyrir og eftir áramót og er nemendum þá frjálst að velja sömu valgreinina fyrir og eftir áramót ef þeir kjósa það.
Samvalsgreinar eru kenndar í grunnskólum bæjarins og fleiri stöðum. Gert er ráð fyrir að nemendur nýti sér strætisvagnakerfi til að koma sér á milli staða.
Nemendur eiga þess kost að fá félagsstarf eða nám utan skólans metið sem valgrein. Að hausti þarf að skila inn staðfestingu frá þjálfara/kennara/umsjónaraðila og foreldri/forrráðamanni á þar til gerðu eyðublaði frá skólanum. Að vori mun skóli óska eftir upplýsingum um ástundun nemandans.
Nemendur og foreldrar bera ábyrgð á ástundun í metnu vali. Athugið að starfsemi utan skólans má að hámarki meta sem fjórar kennslustundir á viku. Foreldrar bera allan kostnað af tómstundastarfi sem óskað er eftir að fá metið með þessum hætti. Fái nemandi fjarnám við framhaldsskóla metið samsvarar tveggja eininga áfangi einni valgrein.
- Valgreinabæklingur í Oddeyrarskóla 2023-2024
- Valgreinabæklingur í Oddeyrarskóla 2022-2023
- Valgreinabæklingur í Oddeyrarskóla 2021-2022
- Valgreinabæklingur í Oddeyrarskóla 2020-2021
- Valgreinabæklingur í Oddeyrarskóla 2019-2020
- Valgreinabæklingur í Oddeyrarskóla 2018-2019
- Valgreinabæklingur í Oddeyrarskóla 2015-2016
Síðast uppfært 11.05 2023