Starfsmenn – beiðni um leyfi

Beiðni um leyfi frá störfum

  • Samræmdar vinnureglur vegna fjarveru starfsfólks í grunnskólum Það vinnulag hefur lengi tíðkast að ekki hefur verið dregið af launum vegna tíma sem fer í að skreppa til læknis á vinnutíma þegar starfsmaður hefur ekki tök á að sækja sér þjónustuna utan vinnutíma. Ef um lengri fjarveru er að ræða vegna læknismeðferðar eða rannsókna er það skráð sem veikindi. Mælst er til að starfsmenn í hlutastarfi reyni eins og kostur er að sækja heilbrigðisþjónustu þegar hann á ekki vinnuskyldu. Takmarka skal eins og kostur er að fara af vinnustað. Meginreglan í grunnskólum er sú að fjarvera af vinnustað umfram 1 klst. er dregin af launum. Mælst er til að neysluhlé séu nýtt til að skreppa. Tekið er tillit til þess að skólasamstarf vegna barna starfsmanna geti tekið lengri tíma en eina klukkustund þar sem um tvö börn eða fleiri er að ræða. Fari starfsmenn með barn sitt til læknis eða í einhvers konar þjálfun eða meðhöndlun, skal skrá þann tíma á veikindi barna ef það tekur lengri tíma en eina klukkustund. Til dæmis ef starfsmaður fer í sjúkraþjálfun með barn sitt, sem tekur 2 tíma, þá skráist 1 klst. á veikindi barna. Þurfi starfsmaður að sækja læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðið fyrir sig eða barn sitt skráist sá dagur á veikindi starfsmanns eða veikindi barna eftir því sem við á, nema starfsmaður óskir sjálfur eftir að taka launalaust leyfi í stað þess að skrá fjarveruna sem veikindi. Sótt er um leyfi til skólastjórnenda. Kennarar eiga kost á því að fá leyfi í 12 kennslustundir á skólaárinu sem þeir geta nýtt til náms eða einkanota hafi þeir möguleika á að endurgreiða þá með forfallakennslu innan skólaársins. Sótt er um slíkt leyfi á þar til gerðu eyðublaði. Leyfi umfram þessar 12 stundir eru launalaus. Þegar kennari tekur út leyfi skrást aðeins kennstustundir (samþjappaðar) sem launað leyfi með samþykki yfirmanns. Eftir það er starfsmaður ekki skráður í vinnu en vinnustund heldur utan um annan vinnutíma. Á starfsdögum eru leyfi til kennara almennt ekki veitt, en þurfi kennari nauðsynlega að fá leyfi er það tekið launalaust. Almennir starfsmenn geta einnig unnið af sér leyfi og heldur vinnustund utan um það. Starfsmenn geta við hverja útborgun (eftir 12. hvers mánaðar) sótt um að færa yfirvinnu sem leyfi. Þá fær starfsmaður greitt yfirvinnuálag en tekur leyfið út sem tíma á móti tíma. Almennir starfsmenn hafa kost að taka yfirvinnu út í leyfi á nemendalausum dögum (haustfrí, jólafrí, páskafrí og vetrarfrí). Sé ekki hægt að koma því við tekur starfsmaður leyfi í samráði við skólastjórnendur.
 

Staðfesting

Síðast uppfært 23.06 2018