Á vordögum 2016 samþykkti starfsfólk Oddeyrarskóla með öllum greiddum atkvæðum nema einu að gerast Heilsueflandi grunnskóli.
Í framhaldi af því var farið í mikla vinnu við að meta stöðu skólans samkvæmt stöðlum sem landlæknir gefur út. Að þeirri vinnu komu starfsmenn, nemendur og foreldrar. Í kjölfarið af því var heilsustefna skólans mótuð og var hún samþykkt á starfsmannafundi í desember 2016.
Aðaláhersluþættir skólaársins 2016-2017 eru hreyfing og starfsfólk en skólaárið 2017-2018 var það mataræði og öryggi. Skólaárið 2018-2019 var áhersla á geðrækt. Skólaárið 2019-2020 mun áherslan verða á lífsleikni í bland við aðra þætti sem þarf að viðhalda og/eða skerpa á.
Í heilsueflingarnefnd skólans (stýrihópi um heilsueflandi grunnskóla) starfa Anna Bergrós skólastjóri, Magga deildarstjóri, Sigga íþróttakennari og Herdís heimilisfræðikennari. Heilsueflingarnefnd er í góðu samstarfi við nemendaráð. Nefndin fundar annan hvern mánudag í sléttum vikum.
Markmið nefndarinnar er að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks.
Í vetur hefur meginverkefni nefndarinnar verið að innleiða Heilsueflandi grunnskóla. Hér má sjá ráðleggingar um nesti grunnskólanema.
Nánari upplýsingar um hugmyndafræði heilsueflandi grunnskóla má finna á heimasíðu Landlæknisebættisins.
Síðast uppfært 26.01 2022