PMTO – foreldrafærni

PMT foreldrafærniPMTO stendur fyrir Parent Management Training – Oregon aðferð, og er aðferð fyrir foreldra og aðra sem koma að uppeldi. PMTO dregur úr hegðunarerfiðleikum barna og unglinga og hefur aðferðin verið aðlöguð að íslenskum aðstæðum. PMTO er sannprófað meðferðarprógramm, þróað af Dr. Gerald Patterson, Dr. Marion Forgatch og samstarfsfólki á rannsóknarstofnuninni Oregon Social Learning Center (OSLC) í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum. PMTO hentar foreldrum barna á leik- og grunnskólaaldri. Mikilvægt er að vinna með vandann á fyrstu stigum þróunar þar sem alvarlegir hegðunarerfiðleikar geta leitt til andfélagslegrar hegðunar, sem oft hefur í för með sér áfengis- og vímuefnanotkun samhliða afbrotum. Patterson birti fyrstu niðurstöður rannsókna á árangri PMTO meðferðar í kringum 1960 en frá þeim tíma hefur þróun staðið yfir. Rannsóknir hafa leitt í ljós að PMTO dregur úr hegðunarerfiðleikum barns á heimili og hefur auk þess jákvæð áhrif á samskipti innan fjölskyldu og frammistöðu barns í námi.

Meðferðarúrræðið byggir á líkani Geralds Pattersons,Social Interaction Learning model (SIL),  um þróun andfélagslegrar hegðunar. Gengið er út frá því að barnið læri hegðun í gegnum tengsl sín við aðra. Líffræðilegt upplag barnsins getur gert það að verkum að það er sérlega krefjandi fyrir uppalendur sína. Þessi börn eru líklegri til að mæta neikvæðum viðbrögðum eða uppgjöf frá foreldrum og öðrum í umhverfinu. Auk þess eru streituþættir oft til staðar í umhverfi barnsins, svo sem veikindi, skilnaðir eða fjárhagsáhyggjur, sem minnka enn frekar líkurnar á því að foreldrar bregðist með viðeigandi hætti við krefjandi barni. Þannig getur myndast verulegur vítahringur í samskiptum og haft í för með sér alvarlega hegðunarerfiðleika hjá börnum.

Þar sem foreldrar eru mikilvægustu kennarar barna sinna er áhersla lögð á ítarlega vinnu með þeim þar sem þeir fá aðstoð við að rjúfa þann vítahring sem hefur myndast með því að tileinka sér nýjar leiðir í uppeldi. Unnið er með ákveðna grunnþætti til að stuðla að jákvæðri hegðun barnsins og draga úr hegðunarvanda. Foreldrum er meðal annars kennt að nota kerfisbundna hvatningu, að setja mörk, að nýta markvisst eftirliti, að leysa ágreining og að eiga jákvæða samveru með börnum sínum. Jafnframt er lögð áhersla á skýr fyrirmæli, tilfinningastjórnun, samskiptatækni og tengsl heimila og skóla.

Samantekt: Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðingur Ph.D.

Fagfólk með sérþekkingu á aðferðum PMTO

  • Guðbjörg Ingimundardóttir, félagsráðgafi og PMTO verkefnastjóri á fræðslusviði Akureyrarbæjar
  • Dalrós J. Halldórsdóttir, félagsráðgafi og PMTO meðferðaraðili á fræðslusviði Akureyrarbæjar
  • Jóhanna Hjartardóttir, félagsráðgafi og PMTO meðferðaraðili á fjölskyldusviði Akureyrarbæjar
  • Helga Vilhjálmsdóttir, yfirsálfræðingur og PMTO meðferðaraðili á fræðslusviði Akureyrarbæjar
  • Guðný Dóra Einarsdóttir, sálfræðingur á PMTO meðferðaraðili á fræðslusviði Akureyrarbæjar

PMTO – styðjandi foreldrafærni og SMT – skólafærni á Akureyri

PMTO – foreldrafærni, stendur fyrir „Parent Management Training Oregon aðferð“. PMTO er þjónusta við börn, foreldra og skóla sem hefur það meginmarkmið að fyrirbyggja alvarlega hegðunarerfiðleika og taka markvisst á hegðun barna með aðferðum PMTO. Unnið er með ákveðin verkfæri sem stuðla að jákvæðari hegðun barns. Verkfærin eru:

  • skýr fyrirmæli
  • kerfisbundin hvatning
  • að setja mörk
  • að nýta markvisst eftirlit
  • að leysa ágreining
  • að eiga jákvæða samveru meö börnum sínum
  • tilfinningastjórnun
  • samskiptatækni
  • tengsl heimila og skóla

Aðferðin byggir á áratuga rannsóknum, sem sýna góðan árangur. Í 70% tilvika virðist draga úr hegðunarerfiðleikum heima og í skóla og hefur jákvæð áhrif verða á námsárangur og samskipti innan fjölskyldu.http://www.pmto.is

SMT- skólafærni, (útfærsla á bandarísku aðferðinni positive Behevior Support/ PBS) byggir á hugmyndafræði PMTO. SMT-skólafærni er hliðstæð aðferð og PMTO þar sem lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr hegðunarvanda með því m.a. að kenna og þjálfa félagsfærni, hvetja æskilega hegðun og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun. Sjá nánar hér.

Að þessu verkefni koma fræðslusvið og fjölskyldusvið. Verkefnisstjóri er Guðbjörg Ingimundardóttir, félagsráðgjafi og meðferðaraðili PMTO, er hún staðsett á fræðslusviði.

Verkefnið hefur fengið styrk úr forvarnarsjóði. Einnig styrkti Akureyrardeild Rauða-Krossins útgáfu á foreldramöppum á námskeiðum fyrir foreldra.

 

Áhugaverðir tenglar um PMTO:

PMTO í Oregon – OSLC: http://www.oslc.org/ ISII í Oregon: http://www.isii.net/ PMTO í Noregi – Atferdssenteret:http://www.atferdssenteret.no/ og  http://www.pmto.no/ PMTO í Danmörku:  http://www.socialstyrelsen.dk/born-og-unge/programmer-med-evidens/pmto PMTO í Hollandi: http://www.pmto.nl/ PMTO í Michigan:http://michiganpmto.com/

Síðast uppfært 06.07 2018