SMT lausnateymi

Við Oddeyrarskóla er starfandi velferðarteymi en eitt viðfangsefni þess er lausnateymi sem hluti af SMT skólafærni.  Í lausnateyminu sitja Anna Bergrós Arnarsdóttir, Fjóla Kristín Helgadóttir, Rannveig Sigurðardóttir og Linda Rós Rögnvaldsdóttir.

Hlutverk

Lausnateymi er jafningjastuðningur til kennara og hlutverk þess er að veita ráðgjöf vegna hegðunar-, samskipta- og eða námserfiðleika einstaklinga eða hópa. Teymið styður kennara með því að velta fyrir sér vandanum og koma með tillögur að lausn mála. Kennarinn velur síðan úr tillögunum þá lausn sem honum líst best á að reyna.

Vinnulag

Kennarar óska eftir stuðningi lausnateymis ef þeir telja sig þurfa aðstoð og/eða handleiðslu.

Kennarar eru kallaðir á fund teymisins þar sem farið er í lausnaleit. Ef umsjónarkennari er ekki tilvísunaraðili er hann samt kallaður á fund teymisins ásamt tilvísunaraðila. Gerð er áætlun um næstu skref. Þeir sem í ráðinu sitja skipta með sér málum og hafa umsjón með því ásamt tilvísunaraðila. Lausnateymið vinnur náið með SMT teymi og nemendaverndarráði.

Fastir fundir eru í lausnateyminu tvisvar í mánuði, á fimmtudögum.

Síðast uppfært 16.12 2019