Tengiliðir

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barna eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliða er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar eða sent beiðni í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar. Smellt er á Umsóknir, uppsagnir o.fl. eyðublöð og svo smellt á kaflann Farsæld barna – beiðni um samþættingu þjónustu / tengilið til að sjá formið fyrir beiðnina.

Tengiliðir Oddeyrarskóla eru eftirfarandi:

  • Fjóla Kristín Helgadóttir deildarstjóri fkh@akmennt.is
  • Margrét Th. Aðalgeirsdóttir deildarstjóri maggath@akmennt.is
  • Linda Rós Rögnvaldsdóttir ráðgjafi lindaros@akmennt.is
  • Drífa Þórarinsdóttir verkefnastjóri ÍSAT, drifath@akmennt.is

Síðast uppfært 30.08 2024