Undanfarnar vikur hafa nemendur á unglingarstigi tekið þátt í kosningaverkefni. Nemendum var skipt í hópa þvert á bekki og dregið var um hver væri með hvaða stjórnmálaflokk. Nemendur fengu svo það verkefni að útbúa kynningu á flokknum og mátti nota allar hugmyndir til að gera „sinn“ flokk sem áhugaverðastan. Í dag voru svo settir upp kynningarbásar og kjörklefi og þegar nemendur á mið- og unglingastigi höfðu kynnt sér hvað flokkarnir hafa fram að bjóða, með framsetningu nemenda, var gengið til kosninga. Hér má sjá nokkrar myndir frá kjördegi í Oddeyrarskóla.
Síðast uppfært 29.11 2024