Kosningaþema á unglingastigi

Undanfarnar vikur hafa nemendur á unglingarstigi tekið þátt í kosningaverkefni. Nemendum var skipt í hópa þvert á bekki og dregið var um hver væri með hvaða stjórnmálaflokk. Nemendur fengu svo það verkefni að útbúa kynningu á flokknum og mátti nota allar hugmyndir til að gera „sinn“ flokk sem áhugaverðastan. Í dag voru svo settir upp kynningarbásar og kjörklefi og þegar nemendur á mið- og unglingastigi höfðu kynnt sér hvað flokkarnir hafa fram að bjóða, með framsetningu nemenda, var gengið til kosninga. Hér má sjá nokkrar myndir frá kjördegi í Oddeyrarskóla.

Síðast uppfært 29.11 2024

Forvarnardagur gegn einelti

Þann 8. nóvember er forvarnardagur gegn einelti. Í Oddeyrarskóla er komin áralöng hefð á að gefa nemendum í 1. bekk húfur sem á stendur „GEGN EINELTI“. Húfurnar eru síðan merktar hverju barni. Starfsmenn skólans, foreldrar og aðrir velunnarar prjóna húfurnar fyrir skólann og við erum nú þegar byrjuð að safna húfum fyrir 1. bekk á næsta skólaári. Að þessu sinni fengu líka tveir nemendur í 2. bekk húfur en þeir byrjuðu í skólanum eftir að fyrsti bekkur í fyrra fékk sínar húfur.

Síðast uppfært 08.11 2024