Gleðileg jól

Starfsfólk Oddeyrarskóla óskar öllum nemendum, foreldrum og forráðamönnum ásamt öðrum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Skólahald hefst að nýju skv. stundaskrá 6. janúar. Frístund er opin 2. janúar fyrir þau börn sem búið er að skrá þann dag.

Að venju var jólahurðasamkeppni en hér má sjá myndir af bekkjarstofum og svo nokkrar myndir þar sem starfsmenn tóku sig til og skreyttu. Dómnefnd valdi hurðir 4. bekkjar og 9. bekkjar sem flottustu jólahurðirnar þetta árið.

Síðast uppfært 20.12 2024