Viðurkenningar í lestrarátaki

Í dag miðvikudaginn 28. maí veittum við viðurkenningar fyrir lestrarátakið/keppnina Allir lesa vor 2025 í 1. – 7. bekk, sem stóð frá öðrum til sextánda maí. Langflestir nemendur stóðu sig afar vel og spenna lá í loftinu þegar úrslitin voru tilkynnt. 4. bekkur fékk viðurkenningu fyrir að hafa lesið samanlagt flestar mínútur, einnig fengu þeir nemendur sem lásu í 1000 mínútur eða meira bók að gjöf frá læsisteyminu. Við viljum hvetja alla til að lesa í sumarfríinu og bendum á Amtsbókasafnið til að nálgast skemmtilegar bækur í fríinu. Hér má sjá myndir.

Síðast uppfært 28.05 2025

Rýmingaræfing í Oddeyrarskóla

Í síðustu viku var haldin rýmingaræfing í skólanum þar sem farið var út um neyðarútganga. Yngsta stigið sem er á jarðhæð fór út um glugga og gekk það hratt og vel fyrir sig. Þegar allir voru komnir út var safnast saman á fótboltavellinum þar sem tryggt var að allir hefðu skilað sér. Þetta var svo skemmtilegt og gekk svo vel fyrir sig að ákveðið var að taka aðra umferð þannig að allir fóru inn í stofur og endurtóku leikinn. Krakkarnir voru hjálpsamir og tillitsamir og vel vakandi fyrir því að allir skiluðu sér út.

Næsta dag var rýmingaræfing fyrir mið- og unglingastig en þar þurfti að fara út um glugga og fara niður stiga frá annarri og þriðju hæð. Rýmingin sjálf gekk vel og að fjórum mínútum liðnum voru allir komnir út úr skólanum og söfnuðust saman á þaki bókasafns og tengigangs við íþróttahús. Það tók hins vegar lengri tíma að koma öllum niður á jörðina en þar þurfti að fara niður mjóan stiga og bara einn og einn í einu. Slökkviliðið tók þátt í æfingunni og kom með auka stiga en samtals tók það 16 mínútur frá því æfing hófst þar til allir höfðu safnast saman á fótboltavellinum.

Öryggistrúnaðarráð skólans fer yfir hvernig til tókst og safnar saman ábendingum frá starfsmönnum og nemendum. Myndir.

Síðast uppfært 27.05 2025