Skólaslit 6. júní

Skólaslit í Oddeyrarskóla verða sem hér segir.

  1. – 7. bekkur klukkan 9:00

Stutt dagskrá í sal skólans og síðan fylgja nemendur umsjónarkennurum í stofur.

8. – 10. bekkur klukkan. 14:30.

Mæting í sal skólans. Kaffi fyrir útskriftarnemendur, aðstandendur og starfsfólk á eftir.

Skólinn verður settur aftur að loknu sumarleyfi föstudaginn 22. ágúst 2025.

2. – 4. bekkur kl. 9:00

5. – 7. bekkur kl. 9:30

8. – 10. bekkur kl. 10:00

Forráðamenn nemenda sem hefja nám í 1. bekk verða boðaðir í viðtal ásamt nemendum 22. eða 25. ágúst en umsjónarkennari sendir bréf með upplýsingum um tímasetningu.

Síðast uppfært 05.06 2025

Unicef hreyfingin

Unicef hreyfingin fór fram í Oddeyrarskóla sl mánudag en þá hlupu nemendur skólans hring um hverfið eða hringinn kringum skólann. Markmiðið með hlaupinu var að safna áheitum til styrktar Unicef. Nemendur hafa væntanlega komið heim með kort sem búið var að setja límmiða í en þeir fengu límmiða fyrir hvern hring sem þeir hlupu.

Hér er hlekkur inn á styrktarsíðu skólans en foreldrar/forráðamenn eða aðrir velunnarar geta styrkt um einhverja upphæð. Það er ekkert lágmark og munum að margt smátt gerir eitt stórt.  

https://sofnun.unicef.is/fundraisers/baldur-geirsson

Síðast uppfært 04.06 2025