Árshátíð Oddeyrarskóla verður haldin fimmtudaginn 30. janúar. Að morgni eru sýningar fyrir alla nemendur skólans en eftir hádegi eru foreldrasýningar. Að þessu sinni verða sýningar tvær. Ekkert kostar inn á sjálfar sýningarnar en frjáls framlög á reikning nemendafélagsins eru vel þegin, 0302-13-000229, kt. 4509082580.
Fyrri sýning klukkan 15:00
1.bekkur, 2. bekkur, 5. bekkur, 7. bekkur, 9. bekkur og 10. bekkur
Seinni sýning kl. 16:30
3. bekkur, 4. bekkur, 6. bekkur, 8. bekkur og 10. bekkur
Kaffisala foreldrafélagsins er eftir báðar sýningar. Við hvetjum alla til að staldra við og gæða sér á glæsilegum veitingum og styrkja þar með foreldrafélagið. Verð er krónur 1500 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Hægt er að kaupa miða í kaffihlaðborðið fyrirfram hjá ritara, best að hafa samband við sunneva@oddeyrarskoli.is ef menn vilja forðast raðir og einnig verða seldir „kaffimiðar“ fyrir sýningu. Posi á staðnum.
Síðast uppfært 17.01 2025