Árshátíð Oddeyrarskóla verður haldin fimmtudaginn 29. janúar. Að morgni eru sýningar fyrir alla nemendur skólans en eftir hádegi eru foreldrasýningar. Að þessu sinni verða sýningar tvær. Ekkert kostar inn á sjálfar sýningarnar en frjáls framlög á reikning nemendafélagsins eru vel þegin, 0302-13-000229, kt. 4509082580.
Fyrri sýning klukkan 14:30
- bekkur, 2. bekkur, 5. bekkur, 6. bekkur, 9. bekkur og 10. bekkur
Seinni sýning kl. 16:00
3. bekkur, 4. bekkur, 7. bekkur, 8. bekkur og 10. bekkur

Kaffisala foreldrafélagsins er eftir báðar sýningar. Við hvetjum alla til að staldra við og gæða sér á glæsilegum veitingum og styrkja þar með foreldrafélagið. Verð er 1500 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn. Hægt er að kaupa miða á kaffihlaðborðið fyrirfram hjá ritara frá og með mánudeginum 26. janúar með því að mæta í skólann en stefnt er að því að fá posa að láni svo hægt sé að greiða með korti. Einnig má kaupa miða með því að leggja inn á reikninginn 0302-13-000229, kt. 4509082580, en þá er nauðsynlegt að senda póst til sunneva@oddeyrarskoli.is og þá er hægt að senda nemendur með miðana heim. Ekki er hægt að leggja inn vegna miðakaupa á sýningardegi og fá miða með þessum hætti þar sem foreldrar hitta ekki börn sín fyrir sýningar en foreldreldrafélagið verður líka með miðasölu um leið og afhending á brauði fer fram að morgni sýningardags.
Foreldrasýningar eru ekki ætlaðar fyrir nemendur þar sem þeir sjá öll atriði að morgni. Þá viljum við vinsamlegast biðja foreldra um að sitja í sal allan sýningartímann, ekki fara þegar búið er að horfa á atriði hjá sínu barni.
Síðast uppfært 22.01 2026
