Árshátíðargleði


Á morgun höldum við árshátíðarsýningar fyrir foreldra, aðra aðstandendur og gesti kl. 11, 13 og 15. Í dag fengu nemendur og starfsfólk skólans forskot á sæluna þegar lokaæfing var haldin. Atriðin eru að vanda vel æfð og skemmtilegt og því full ástæða til að hlakka til morgundagsins. Miðasala verður við innanginn fyrir þá sem ekki hafa keypt miða í forsölu og kostar miðinn 600 kr. Ágóðinn rennur í nemendasjóð skólans og nýtist í fjölbreyttu skólastarfi.

Einnig heldur foreldrafélagið sitt glæsilega kaffihlaðborð milli sýninga og það kostar 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn skólaaldri. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára. Við hvetjum alla til að fá sér af kræsingunum og eiga glaðan dag með okkur og krökkunum. Um leið styrkjum við foreldrafélagið sem styður vel við bakið á skólanum.



Síðast uppfært 25.01 2019