Opin hús og klúbbastarf FÉLAK

Við hjá FÉLAK erum með ýmislegt á prjónunum 

Markmiðið hjá okkur er alltaf að búa til, eða að finna, fjölbreytta og skemmtilega afþreyingu fyrir börnin og við vitum vel að snjalltæki heilla mikið á þessum tímum. Vegna þessa þá ætlum við að reyna að færa þeim verkefni og þrautir sem að vonandi færa þessa skjánotkun á jákvæðari og uppbyggilegri brautir. 

Opin hús og klúbbastarf fara að byrja, ýmsir stórir viðburðir eru einnig á dagskrá þessa önnina, frekari upplýsingar um það verður að sjálfsögðu auglýst, bæði á facebook síðunni okkar og í skólunum.

Umsjón með starfi FÉLAK eru Andri Már Mikaelsson og Hulda Ósk Jónsdóttir
Sérfræðingar í félagsmálum barna

Tilkynning frá Fræðslu-og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar

Ágætu foreldrar og forráðamenn.

Tekin hefur verið ákvörðun að um næstu áramót bjóðist eftirfarandi foreldrahópum afsláttur í frístund, einstæðum foreldrum, námsmönnum þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi, öryrkjum þar sem báðir foreldrar eru 75% öryrkjar og atvinnulausum foreldrum. Jafnframt gildir afslátturinn þar sem annað foreldrið er t.d. í fullu námi og hitt atvinnulaust eða 75% öryrki.

Til að njóta afsláttar:

 • Þurfa námsmenn að framvísa skólavottorðum í byrjun hverrar annar.
  •  Í vottorði frá skóla þarf að koma fram að um fullt nám sé að ræða og það varir í að minnsta kosti í eitt ár.
  •  Í lok annar þarf að skila staðfestingu um námsframvindu.  
 • Þurf atvinnulausir foreldrar, að sækja um mánaðarlega og skila vottorði um stöðu sína frá Vinnumálastofnum fyrir 20. hvers mánaðar.
 • Þurfa foreldar að vera skráðir 75% öryrkjar.
 • Þurfa einstæðir foreldrar að skila inn vottorði frá sýslumanni um hjúskaparstöðu

Sótt er um afslátt í Völu– frístund kerfinu. Eftirfarandi staðfestingar þurfa að berast í viðhengi með umsókn. Lægra gjald tekur gildi 1. dag næsta mánaðar eftir að umsókn og gögn berast.

 • vottorðum frá skólum,
 • vottorð frá Vinnumálastofnun   
 • staðfesting um hjúskaparstöðu frá sýslumanni 
 • mynd af örorkuskírteini.

Fræðslu-og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar

Baráttudagur gegn einelti er í dag

Í tilefni baráttudags gegn einelti, 8. nóvember, fengu nemendur 1. bekkjar og nýir nemendur í 2. bekk, afhentar húfur sem á stendur „Gegn einelti“. Þetta er í sjöunda sinn sem við í Oddeyrarskóla gerum þetta en starfsmenn og velunnarar skólanns prjónuðu húfurnar. Húfurnar eru merktar hverju barni og hver þeirra er með sína liti og eru þær fjölbreytilegar í útliti eins og nemendahópurinn.

Gjöf frá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Oddeyrarskóla gaf skólanum á dögunum afar veglega gjöf sem á svo sannarlega eftir að nýtast nemendum vel.  Um er að ræða fjöldan allan af spilum fyrir bæði unga og aldna og færum við foreldrafélaginu okkar bestu þakkir fyrir þessa einstaklega flottu gjöf.

Stúlkur í 5. bekk tóku á móti spilunum fyrir hönd nemenda.

Bleikur dagur

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Krabbameinsfélag Íslands biður alla landsmenn um að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 14. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni. Okkur langar því að hvetja nemendur og starfsfólk Oddeyrarskóla til að koma í einhverju bleiku í skólann á morgun, föstudaginn 14. október.

Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs 2022

Fræðslu- og lýðheilsuráðs veittu á dögunum viðurkenningar til þeirra sem skarað hafa fram úr í skólastarfi. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Tilnefnt er í tveimur flokkum, annars vegar í flokki nemenda og hins vegar í flokknum skólar/starfsfólk/verkefni og að þessu sinni fékk Sigþór í 5.bekk, Natalía í 10. bekk og Stína okkar ritari viðurkenningar fyrir að skara fram úr.