Fjarnám í Oddeyrarskóla

Síðustu dagar og vikur hafa verið alveg dæmalausar og fjölmargir að aðlaga sig að breyttum veruleika, en allir eru að leggja sitt af mörkum til að láta hlutina ganga sem best upp og eiga þeir hrós skilið fyrir það.

Til að nemendum og foreldrar hafi betri yfirsýn yfir námið höfum við sett í loftið sérstaka síðu sem ætluð er 5. -10. bekk en þar getið þið fundið upplýsingar eins og námsáætlun, rafbækur og ýmist hagnýtt efni. Eins geta þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu heima hjá sér sótt um að fá lánað tölvu á síðunni meðan ástandið varir.

Viðbragðsáætlun við heimsfaraldri

Þar sem búið er að staðfesta COVID-19 smit á Íslandi viljum við benda á viðbragðsáætlun Oddeyrarskóla við heimsfaraldri en hana má einnig finna á heimasíðu skólanns undir Oddeyrarskóli > Hagnýtt efni

Þar sem þessar fréttir geta valdi ótta og kvíða hjá börnum viljum við minna á að ræða þessi mál af yfirvegun við þau. Við munum halda okkar striki og reiknum með óbreyttu skólahaldi nema að yfirvöld mælist til um annað. Nemendur mega þó búast við að kennarar verði duglegri við að minna þau á að bora ekki í nefið, naga neglur og þvo hendur vel fyrir matartíma.

Viðbragðsáætlun Oddeyrarskóla
Viðbragðsáætlun Almannavarna
Spurt og svarað fyrir börn og ungmenni

Svona á að bera sig að þegar rætt er við börn um kórónu­veirunaGrein eftir Kristínu Ólafsdóttir af visir.is

Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Almannavarna og Landælknis.

Verum ástfangin af lífinu

Samtaka býður öllum foreldrum barna við grunnskóla á Akureyri á fyrirlestur með Þorgrími Þráinssyni þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20:00 á sal Brekkuskóla Fyrirlesturinn nefnist: Verum ástfangin af lífinu. Við viljum hvetja alla foreldra sem eiga heimangengt til að koma og hlusta á fyrirlesturinn.

Stjórn Samtaka-Svæðisráð foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar

Árshátíð Oddeyrarskóla 2020

Um síðustu helgi stigu nemendur skólans á svið og sýnu afrakstur æfinga síðustu vikna. Fullt hús var á öllum þremur sýningunum og kaffihlaðborð foreldrafélagsins sviganði undan kræsingum af vanda. Við erum afskaplega stolt af börnunum og eiga þau hrós skilið fyrir frábæra skemmtun.

Hægt er að skoða myndir frá sýningunum með því að smella á hlekkina hér að neðan:

Myndbönd frá árshátíðaratriðum:

Umgangspestir

Kæru nemendur og foreldrar

Nú ganga ýmsar pestir og margir fjarverandi úr skóla þess vegna. Við hvetjum alla til að huga vel að heilsu sinni, fara ekki of snemma af stað og gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir smit. Finna má gagnlegar upplýsingar á vef landlæknisembættis varðandi t.d. inflúensu sem nú hefur greinst á Akureyri.

Þar sem margir veikjast á þessu tímabili biðjum við ykkur líka að tilkynna veikindi barna daglega, auðvelt er að gera það í gegnum mentor og þar hægt að skrá einn eða tvo daga í einu.

Hjúkrunarfræðingur mælir með vatnsdrykkju og minnir á mikilvægi á inntöku D vítamíns.

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Oddeyrarskóla óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og öllum velunnurum skólans gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir gott samstarf á liðnu ári.

Frístundin verður opin næsta mánudag, á Þorláksmessu, frá 08:00 – 16:15. Skrifstofa skólans er lokuð frá 23. desember til 2. janúar en þá mæta starfsmenn aftur til starfa en Frístund er lokuð 2. janúar vegna skipulagsdags. Nemendur mæta svo að nýju föstudaginn 3. janúar kl. 08:10.

Starfsfólk Oddeyrarskóla

Myndir frá Jólaballi má skoða hér