Matseðill fyrir janúar er kominn inn á heimasíðuna með fyrirvara um breytingar vegna óvissuástands. Eldri matseðla og upplýsingar um Matartorg má finna hér.

Hér er búið að taka saman góðar hugmyndir og ráð fyrir foreldra og börn á tímum Covid. Þetta eru góð og gild ráð þó ekki sé Covid og um að gera að nýta sér þessar hugmyndir þegar fjölskyldan er saman heima .
Við minnum á næsta skipulagsdag sem verður þriðjudaginn 17. nóvember en þá eru nemendr í fríi.
Frístund verður opin frá 7:45-16:15
Í tilefni baráttudags gegn einelti fengu nemendur 1. bekkjar afhentar húfur sem á stendur “Gegn einelti”. Þetta er í fimmta sinn sem við í Oddeyrarskóla gerum þetta en starfsmenn prjónuðu húfurnar. Húfurnar eru merktar hverju barni og hver þeirra er með sína liti og eru þær fjölbreytilegar í útliti eins og nemendahópurinn. Þennan dag voru einnig sungin vinalög og verður nóvember mánuður tileinkaður vináttunni.
Skólastarf gengur vel þrátt fyrir að aðgerðir séu á neyðarstigi vegna veirufaraldursins. Engu að síður er staðan í einstaka skólum sú að margir starfsmenn eru í sóttkví og getur verið nokkuð snúið að halda úti skólastarfi. Eins og staðan er nú þá má lítið út af bregða svo ekki þurfi að loka einstaka deildum í leikskólum eða senda nemendahópa heim í grunnskólum vegna manneklu. Til þess getur þó komið með skömmum fyrirvara að biðja þurfi foreldra yngstu barnanna í leik- og grunnskólum að sækja börnin eða senda eldri nemendur heim. Starfsfólk skólanna biður því fólk um að sýna því skilning ef til þess kemur því þetta er síðasta úrræðið sem gripið er til og þá í algjörum undantekningartilvikum.
Með kveðju,
Karl Frímannsson
sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar
Skólar og íþróttafélög skipuleggja sitt fyrirkomulag til að fara eftir fyrirmælum yfirvalda um takmarkanir á skólastarfi
og samkomum, þ.m.t. fjöldatakmörkunum, rýmum og grímunotkun.
Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:
Varðandi heimili með börn þar sem sumir eru í sóttkví en aðrir ekki:
Samkvæmt nýrri reglugerð sem við störfum eftir 3. – 18. nóvember höfum við nú endurskipulagt skólastarfið með hliðsjón af þeim takmörkunum sem þar er lýst. Í ljósi stöðunnar á Akureyri og fjölda smita var ákveðið að hafa aðgerðir með eftirfarandi hætti.
1. – 4. bekkur
5. – 7. bekkur
8.- 10. bekkur
Nemendur í 8. – 10. bekk verða í fjarnámi næstu fjóra daga. Sú ákvörðun verður endurskoðuð á föstudag. Fjarnámið verður með þeim hætti að nemendur fá send verkefni í gegnum google classroom sem þeir vinna heima með stuðningi frá kennurum. Þeir hitta kennara sína á þremur google meet fundum yfir daginn. Nemendur hitta umsjónarkennara á fyrsta fundi á google meet kl. 9.15 í fyrramálið þar sem farið verður yfir skipulag námsins þessa daga.
Hér er hægt að fara inn á heimasíðu fjarnáms Oddeyrarskóla. Ef eitthvað er óljóst þá endilega snúið ykkur til umsjónarkennara eða deildarstjóra.
Með þökkum fyrir biðlundina og gott samstarf.
Starfsfólk Oddeyrarskóla
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. Sett er það markmið að sem minnst röskun verði á skólastarfi og að starf á leikskólastigi og á fyrsta stigi grunnskóla verði óskert. Að ráði sóttvarnalæknis verður reglu um grímuskyldu breytt þannig að hún eigi ekki við um börn fædd 2011 og síðar.
Reglugerðin byggist á tillögum sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaaðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 faraldursins og er unnin í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hún tekur til leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, framhaldsskóla, framhaldsfræðslu og háskóla, hvort sem um ræðir opinbera eða einkarekna skóla. Reglugerðin tekur einnig til annarrar starfsemi, svo sem frístundaheimila og félagsmiðstöðva, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs.
Upplýsingar um hvernig við munum framfylgja reglunum munu birtast hér á morgun og verða einnig sendar til foreldra og forráðamanna.