Smit í Oddeyrarskóla (uppfært)

Nemandi á miðstigi hefur greinst með staðfest smit af Covid-19. Vegna þessa hefur skólanum verið lokað og allt starfsfólk og nemendur sæta nú úrvinnslusóttkví á meðan smitrakning fer fram.

Starfsfólk, nemendur og foreldrar þeirra eru beðnir að fylgjast vel með því hvort fram komi einkenni sjúkdómsins og er bent á að hafa samband við heilsugæsluna ef grunur vaknar um smit. Enn er óupplýst hver uppruni smitsins er en smitrakning er hafin.

Oddeyrarskóli verður lokaður mánudaginn 19. október vegna smitsins og síðan taka við haustfrí út næstu viku.

Nánari upplýsingar ma finna inni á www.covid.is

Þær aðgerðir sem verður farið í á þessu stigi í samráði við almannavarnir eru:

  • Allir nemendur í 5. 6. og 7. bekk fara í sóttkví og verða boðaðir í sýnatöku upp úr miðri næstu viku.
  • Allir starfsmenn á miðstigi, kennarar og stuðningsfulltrúar og allir þeir sem hafa verið í beinum tengslum við hin smitaða í fimmtán mínútur eða lengur fara í sóttkví.
  • Úrvinnslusóttkví er því aflétt hjá öðru starfsfólki en um að gera að fara að öllu með gát hér eftir sem hingað til.
  • Skólinn verður eftir sem áður lokaður á mánudag til að takmarka umgengni.
  • Frístund verður lokuð alla næstu viku þar sem margir starfsmenn eru í sóttkví.

Pangea stærðfræðikeppnin 2020

Nokkriar af þeim 3712 nemendum sem tóku þátt í ár

Í dag fóru fram úrslit Pangeu 2020 sem var frestað síðasta vor vegna kórónuveirufaraldursins. Af sömu ástæðum var keppnin í dag frábrugðin úrslitum síðustu ára. Ekki var hægt að safnast saman í Menntaskólanum við Hamrahlíð en í staðinn þreyttu þátttakendur prófið á skólatíma í sínum skólum víðs vegar um landið.

Ekki eru enn komnar niðurstöður en Ebba Þórunn Jónsdóttir úr Oddeyrarskóla stóð sig vel og er ein af 86 sem luku keppni í 3. umferð keppninnar en alls tóku 3.712 nemendur þátt úr 70 skólum,.

Byrjað verður að skrá nemendur í keppni þessa skólaárs í janúar og um að gera að við hvetjum sem flesta til að taka þátt.

Sigurvegarar í ratleik 2020

Tvö lið voru stigahæst á unglingastigi, stúlkur í 8.b. og 9.b. með 70 stig og svo stúlkur í 5. bekk með 59 stig! Til hamingju með sigurinn stelpur 🙂

Starfsmenn vs. Nemendur

Í Oddeyrarskóla er margra ára hefð fyrir því að bekkir á unglingastigi og starfsmenn etji kappi saman í fótbolta og blaki. Að þessu sinni höfðu starfsmenn sigur, enda gríðarlega vel skipuð lið í báðum greinum, en 9.bekkur veitti þeim harða samkeppni og endaði í öðru sæti.

Stelpur og tækni 2020

Miðvikudaginn 20. maí tóku stelpurnar í 9. bekk þátt í verkefninu Stelpur og tækni á vegum Háskólans í Reykjavík. Hópurinn skemmti sér mjög vel og lærði heilmikið um vefhönnun í WordPress og raftónlist í tónlistarforritinu SonicPi, en hugmyndin með deginum er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða.

SETJUM HEIMSMET Í LESTRI

VERTU MEÐ Í LANDSLIÐINU

Í tilefni af því að nú erum við mörg heima, og vantar eitthvað gefandi til að nýta tímann í, ætlum við að sameinast í einu liði, landsliðinu í lestri, og setja heimsmet í lesnum mínútum á einum mánuði.

Allir sem lesa geta verið með. Þú þarft bara að skrá mínúturnar sem þú lest á þessari síðu og hún reiknar út hvað allir eru búnir að lesa samtals.

Ef það er eitthvað sem er nóg af í ástandinu þá er það tími. Það er hægt að nýta hann vel og minna vel, og ein albesta nýtingin er að lesa. Fyrir utan hvað það er skemmtilegt þá gerir lestur kraftaverk í lesandanum. Hver blaðsíða eflir orðaforðann, kveikir nýjar hugmyndir og eykur skilning á lesmáli og veitir þannig aðgang og skilning á heiminum öllum.

Þetta er frekar einfalt: Því meira sem við lesum því betra.

Svo nú er bara að reima á sig lesskóna og grípa næstu bók. Viðbúin – tilbúin – lesa!

Heilræði á tímum kórónuveiru

Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.

Nú þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum tengdum kórónuveirunni er mikilvægt að huga vel að þessum þáttum. Heilræðin taka mið af þeim sérstöku aðstæðum sem nú ríkja í samfélaginu.