
Nemendur úr Oddeyrarskóla undir stjórn Úlfhildar Örnólfsdóttur tóku þátt í Fiðringi hæfileikakeppni grunnskóla á Norðurlandi. Þeir stóðu sig glimrandi vel og lentu í öðru sæti.

Fræðslu- og lýðheilsuráðs veittu á dögunum viðurkenningar til þeirra sem skarað hafa fram úr í skólastarfi. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Tilnefnt er í tveimur flokkum, annars vegar í flokki nemenda og hins vegar í flokknum skólar/starfsfólk/verkefni og að þessu sinni fékk Sigþór í 5.bekk, Natalía í 10. bekk og Stína okkar ritari viðurkenningar fyrir að skara fram úr.
Matseðill fyrir maí og júní er kominn á heimasíðuna. Eldri matseðla og upplýsingar um matarskráningar má finna hér
Í morgun voru dregnir út vinningshafar í 100 miða leikunum Það er alltaf algjör tilviljun hvaða nemendur eru dregnir út svo líta má á þetta sem leik og happdrætti.
Þeir sem voru dregnir út að þessu sinni eru eftirfarandi nemendur:
Við óskum þessum krökkum til hamingju með sigurinn!
Í verðlaun að þessu sinni var heimsókn heim til skólastjóra, þar sem bakaðar voru vöflur, farið í pílu, spilað Monapoly og mátað hundabúr svo eitthvað sé nefnt.
Matseðill fyrir apríl er kominn á heimasíðuna. Eldri matseðla og upplýsingar um matarskráningar má finna hér.
Öllu skólahaldi í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, sem og Tónlistarskólanum á Akureyri, hefur verið aflýst á morgun. Gert er ráð fyrir afleitu veðri í Eyjafirði með mikilli vindhæð og ofankomu. Búist er við að ófært verði með öllu um götur bæjarins og er fólk hvatt til að vera sem minnst á ferli. Tilmæli um niðurfellingu skólahalds eru komin frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
[English]
Schools in Akureyri will be closed tomorrow due to inclement weather. High winds and heavy snow is expected and the Civil Protection Department is encouraging people to stay home and off the roads until the storm has calmed down!
Matseðill fyrir febrúar er kominn inn á heimasíðuna. Eldri matseðla og upplýsingar um matarskráningar má finna hér.
Matseðill fyrir desember er kominn inn á heimasíðuna. Eldri matseðla og upplýsingar um matarskráningar má finna hér.
UT-teymi Oddeyrarskóla hefur tekið saman örlítið af hagnýtu efni fyrir foreldra þegar kemur að öryggi barna á netinu. Til eru margskonar lausnir og tól sem geta hjálpað foreldrum að hafa stjórn á og fylgjast með netnotkun barna sinna. Hægt er að skoða síðuna með því að smella hér eða velja Foreldrar > Örugg netnokun barna í valmyndinni á heimasíðunni.