Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs 2022

Fræðslu- og lýðheilsuráðs veittu á dögunum viðurkenningar til þeirra sem skarað hafa fram úr í skólastarfi. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Tilnefnt er í tveimur flokkum, annars vegar í flokki nemenda og hins vegar í flokknum skólar/starfsfólk/verkefni og að þessu sinni fékk Sigþór í 5.bekk, Natalía í 10. bekk og Stína okkar ritari viðurkenningar fyrir að skara fram úr.

Síðast uppfært 02.05 2022