Bleikur dagur

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Krabbameinsfélag Íslands biður alla landsmenn um að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 14. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni. Okkur langar því að hvetja nemendur og starfsfólk Oddeyrarskóla til að koma í einhverju bleiku í skólann á morgun, föstudaginn 14. október.

Síðast uppfært 13.10 2022