Stelpur og tækni 2020

Miðvikudaginn 20. maí tóku stelpurnar í 9. bekk þátt í verkefninu Stelpur og tækni á vegum Háskólans í Reykjavík. Hópurinn skemmti sér mjög vel og lærði heilmikið um vefhönnun í WordPress og raftónlist í tónlistarforritinu SonicPi, en hugmyndin með deginum er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða.

SETJUM HEIMSMET Í LESTRI

VERTU MEÐ Í LANDSLIÐINU

Í tilefni af því að nú erum við mörg heima, og vantar eitthvað gefandi til að nýta tímann í, ætlum við að sameinast í einu liði, landsliðinu í lestri, og setja heimsmet í lesnum mínútum á einum mánuði.

Allir sem lesa geta verið með. Þú þarft bara að skrá mínúturnar sem þú lest á þessari síðu og hún reiknar út hvað allir eru búnir að lesa samtals.

Ef það er eitthvað sem er nóg af í ástandinu þá er það tími. Það er hægt að nýta hann vel og minna vel, og ein albesta nýtingin er að lesa. Fyrir utan hvað það er skemmtilegt þá gerir lestur kraftaverk í lesandanum. Hver blaðsíða eflir orðaforðann, kveikir nýjar hugmyndir og eykur skilning á lesmáli og veitir þannig aðgang og skilning á heiminum öllum.

Þetta er frekar einfalt: Því meira sem við lesum því betra.

Svo nú er bara að reima á sig lesskóna og grípa næstu bók. Viðbúin – tilbúin – lesa!

Heilræði á tímum kórónuveiru

Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.

Nú þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum tengdum kórónuveirunni er mikilvægt að huga vel að þessum þáttum. Heilræðin taka mið af þeim sérstöku aðstæðum sem nú ríkja í samfélaginu.

Fjarnám í Oddeyrarskóla

Síðustu dagar og vikur hafa verið alveg dæmalausar og fjölmargir að aðlaga sig að breyttum veruleika, en allir eru að leggja sitt af mörkum til að láta hlutina ganga sem best upp og eiga þeir hrós skilið fyrir það.

Til að nemendum og foreldrar hafi betri yfirsýn yfir námið höfum við sett í loftið sérstaka síðu sem ætluð er 5. -10. bekk en þar getið þið fundið upplýsingar eins og námsáætlun, rafbækur og ýmist hagnýtt efni. Eins geta þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu heima hjá sér sótt um að fá lánað tölvu á síðunni meðan ástandið varir.

Viðbragðsáætlun við heimsfaraldri

Þar sem búið er að staðfesta COVID-19 smit á Íslandi viljum við benda á viðbragðsáætlun Oddeyrarskóla við heimsfaraldri en hana má einnig finna á heimasíðu skólanns undir Oddeyrarskóli > Hagnýtt efni

Þar sem þessar fréttir geta valdi ótta og kvíða hjá börnum viljum við minna á að ræða þessi mál af yfirvegun við þau. Við munum halda okkar striki og reiknum með óbreyttu skólahaldi nema að yfirvöld mælist til um annað. Nemendur mega þó búast við að kennarar verði duglegri við að minna þau á að bora ekki í nefið, naga neglur og þvo hendur vel fyrir matartíma.

Viðbragðsáætlun Oddeyrarskóla
Viðbragðsáætlun Almannavarna
Spurt og svarað fyrir börn og ungmenni

Svona á að bera sig að þegar rætt er við börn um kórónu­veirunaGrein eftir Kristínu Ólafsdóttir af visir.is

Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Almannavarna og Landælknis.

Verum ástfangin af lífinu

Samtaka býður öllum foreldrum barna við grunnskóla á Akureyri á fyrirlestur með Þorgrími Þráinssyni þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20:00 á sal Brekkuskóla Fyrirlesturinn nefnist: Verum ástfangin af lífinu. Við viljum hvetja alla foreldra sem eiga heimangengt til að koma og hlusta á fyrirlesturinn.

Stjórn Samtaka-Svæðisráð foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar