Vegleg bókagjöf frá foreldrafélaginu okkar

Í vikunni fengum við óvænta heimsókn frá fulltrúum í stjórn foreldrafélags skólans þar sem þeir færðu skólanum veglega bókagjöf.

Aðgangur að fjölbreyttu og góðu úrvali bóka er dýrmætur í öllu skólastarfi og eykur líkur á að okkur takist að auka áhuga nemenda okkar á bóklestri.

Við þökkum foreldrafélaginu innilega fyrir góða og nytsama gjöf og vonum að nemenedur okkar nýti bækurnar sem mest og best!

Skólaval – opið hús í Oddeyrarskóla

Samkvæmt skólastefnu og fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar stendur foreldrum til boða að velja í hvaða skóla börn þeirra fara. Til að auðvelda val foreldra bjóða grunnskólar bæjarins upp á opið hús nú í febrúar. Til að innrita börnin í grunnskóla þarf að skila inn umsókn á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://akg.esja.com/form/index.php

Í tengslum við skólaval og innritun verður Oddeyrarskóli með opið hús kl. 9-11 miðvikudaginn 13. febrúar.

Vonumst til að sjá sem flesta á opnu húsi!

Góður árshátíðardagur

Á laugardaginn héldum við árshátíð nemenda hér í Oddeyrarskóla. Dagurinn heppnaðist afskaplega vel með frábærum undirbúningi starsfmanna og foreldra.

Sýningar voru þrjár yfir daginn og á milli sýninga stóð foreldrafélagið að vanda fyrir stórglæsilegu kaffihlaðborði. Foreldrar frá öllum nemendum skólans leggja til bakkelsi á hlaðborð. Mæting var góð og þökkum við öllum foreldrum og öðrum gestum fyrir komuna.

Atriði 10. bekkjar er viðamesta atriði árshátíðar að þessu sinni var það Sindri Snær Konráðsson sem leikstýrði þeim við útfæslu á leikgerð kvikmyndarinnar Dirty Dancing. Foreldrafélag skólans styrkir okkur við leikstjórn. Birta Ósk Þórófsdóttir nemandi í 10. bekk annaðist handritsgerð með aðstoð fleiri nemenda bekkjarins auk þess sem hún samdi dansana þjálfaði bekkjarfélaga sína í dönsunum. 

Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr atriðum, en nemendur fóru á kostum í leikrænum tilburðum.

Úr atriði 7. bekkjar
Úr þyrnirósaratriði 3. bekkjar

Árshátíðargleði


Á morgun höldum við árshátíðarsýningar fyrir foreldra, aðra aðstandendur og gesti kl. 11, 13 og 15. Í dag fengu nemendur og starfsfólk skólans forskot á sæluna þegar lokaæfing var haldin. Atriðin eru að vanda vel æfð og skemmtilegt og því full ástæða til að hlakka til morgundagsins. Miðasala verður við innanginn fyrir þá sem ekki hafa keypt miða í forsölu og kostar miðinn 600 kr. Ágóðinn rennur í nemendasjóð skólans og nýtist í fjölbreyttu skólastarfi.

Einnig heldur foreldrafélagið sitt glæsilega kaffihlaðborð milli sýninga og það kostar 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn skólaaldri. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára. Við hvetjum alla til að fá sér af kræsingunum og eiga glaðan dag með okkur og krökkunum. Um leið styrkjum við foreldrafélagið sem styður vel við bakið á skólanum.



Við lærum af mistökum

Oddeyrarskóli er að vinna með hugarfar vaxtar (Growth mindset). Stýrihópur um heilsueflandi grunnskóla leiðir verkefnið og hefur viðað að sér ýmsu lesefni. Ýmsar barna bækur hafa verið samdar til að auka skilning barna á viðfangsefninu. Ein þeirra er The girl who never made mistakes eftir Mark Pett og Gary Rubinstein. Þessi bók hefur ekki verið gefin út á íslensku en nemendur í 8. bekk tóku að sér að þýða bókina yfir á íslensku undir leiðsögn Rakelar enskukennara. Nú hafa þeirheimsótt nemendur í 1. – 4. bekk og lesið bókina fyrir þá. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar bókin um það að gera mistök, að það geti allir gert mistök og að við megum ekki dæma okkur fyrir það. Frekar eigi að nýta mistökin til að læra af þeim. Í heimsókninni fengu nemendur veggspjald í stofuna sína sem á er letrað: Mistök eru sönnun þess að þú ert að læra.

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂

Árshátíð Oddeyrarskóla

Árshátíð Oddeyrarskóla verður haldin föstudaginn 25. og laugardaginn 26. janúar.

Hér er árshátíðartengjan og biðjum við alla aðstandendur nemenda um að kynna sér hana vel.

Þar sem spáð er töluverðum vindhraða i nótt og á morgun, ásamt því að gul viðvörun er í gildi, vekjum við athygli forráðamanna á verklagsreglum sviðstjóra fræðslusviðs vegna óveðurs eða ófærðar.

Verklagsreglurnar má finna hér.

Úr verklagsreglum:

Ef veður eða færð er með þeim hætti að morgni að lögregla mælir með því að skólahald verði fellt niður, er brugðist við því. Þá fellur niður allt formlegt skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, samkvæmt tilmælum lögreglu.

Sviðsstjóri fræðslusviðs er í slíkum tilvikum í sambandi við lögreglu að morgni og kemur tilkynningu í RÚV og Bylgjuna um að kennsla sé felld niður í leik- og grunnskólum á Akureyri. Er þá gert ráð fyrir því að fyrsta tilkynning sé birt kl. 7.00 að morgni.

Ábyrgð foreldra
Almennt þegar vond vetrarveður ganga yfir verða foreldrar ávallt að meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann ef ekki hefur komið tilkynning frá lögreglu um að skólahald skuli falla niður. Í hverjum skóla er alltaf einhver hluti starfsmanna mættur til að taka á móti þeim börnum sem kunna að mæta, ef upplýsingar um lokun að tilmælum lögreglu hafa ekki náð til foreldra að morgni. Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar þarf að tilkynna það í sms/síma eða með tölvupósti.

Ábyrgð skólayfirvalda
Af öryggisástæðum er hver skóli ábyrgur fyrir því að stjórnandi/starfsmaður sé kominn í skólann að morgni fyrir skólabyrjun ef vera skyldi að einhverjir mættu. Þeir eru þá upplýstir um að skólahald falli niður og nemendur/leikskólabörn skuli vera heima. Tryggja skal öryggi ungra grunnskólabarna, að þau séu ekki send ein heim aftur heldur tryggt að ábyrgðaraðili sæki. Af öryggisástæðum verða einhverjir að vera í húsi til kl. 10:00.

 

Alda Karen Hjaltalín með fyrirlestur

Í dag kom Alda Karen Hjaltalín, fyrrverandi nemandi í Oddeyrarskóla til okkar og hélt fyrirlestur fyrir nemendur í 8. -10. bekk.  Hún var með ráð til unglinganna um það hvernig þeir geti haft áhrif á líf sitt og tekist á við hugsanir sínar. Hún benti þeim m.a. á að þeir þyrftu að vera sínir eigin bestu vinir og að þeir séu nóg eins og þeir eru núna á þessari stundu. Í lokin fengu nokkrir nemendur að prófa sýndarveruleikagleraugu.  

Eftir hádegi mætti Alda Karen síðan á starfsmannafund og sagði frá því sem hún er að fást við.  

Við þökkum Öldu Karen kærlega fyrir heimsóknina – alltaf gaman þegar fyrrverandi nemendur sýna okkur ræktarsemi.