Alda Karen Hjaltalín með fyrirlestur

Í dag kom Alda Karen Hjaltalín, fyrrverandi nemandi í Oddeyrarskóla til okkar og hélt fyrirlestur fyrir nemendur í 8. -10. bekk.  Hún var með ráð til unglinganna um það hvernig þeir geti haft áhrif á líf sitt og tekist á við hugsanir sínar. Hún benti þeim m.a. á að þeir þyrftu að vera sínir eigin bestu vinir og að þeir séu nóg eins og þeir eru núna á þessari stundu. Í lokin fengu nokkrir nemendur að prófa sýndarveruleikagleraugu.  

Eftir hádegi mætti Alda Karen síðan á starfsmannafund og sagði frá því sem hún er að fást við.  

Við þökkum Öldu Karen kærlega fyrir heimsóknina – alltaf gaman þegar fyrrverandi nemendur sýna okkur ræktarsemi.

    

Síðast uppfært 09.01 2019