Vegleg bókagjöf frá foreldrafélaginu okkar

Í vikunni fengum við óvænta heimsókn frá fulltrúum í stjórn foreldrafélags skólans þar sem þeir færðu skólanum veglega bókagjöf.

Aðgangur að fjölbreyttu og góðu úrvali bóka er dýrmætur í öllu skólastarfi og eykur líkur á að okkur takist að auka áhuga nemenda okkar á bóklestri.

Við þökkum foreldrafélaginu innilega fyrir góða og nytsama gjöf og vonum að nemenedur okkar nýti bækurnar sem mest og best!

Síðast uppfært 31.01 2019