Skólaval – opið hús í Oddeyrarskóla

Samkvæmt skólastefnu og fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar stendur foreldrum til boða að velja í hvaða skóla börn þeirra fara. Til að auðvelda val foreldra bjóða grunnskólar bæjarins upp á opið hús nú í febrúar. Til að innrita börnin í grunnskóla þarf að skila inn umsókn á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://akg.esja.com/form/index.php

Í tengslum við skólaval og innritun verður Oddeyrarskóli með opið hús kl. 9-11 miðvikudaginn 13. febrúar.

Vonumst til að sjá sem flesta á opnu húsi!

Síðast uppfært 31.01 2019