Lestrarþema tileinkað Astrid Lindgren lauk í dag

Í dag, föstudaginn 16. nóvember lauk 2 vikna lestrarþema sem læsisnefnd skólans efndi til. Þemað var tileinkað rithöfundinum Astrid Lindgren og sögum hennar. Nemendur kynntu sér sögunar hennar og unnu með nokkrar þeirra. Allir bekkir skreyttu hurðirnar að stofunum sínum, en blásið var til samkeppni um best skreyttu hurðina. Óhætt er að segja að mikil vinna og metnaður hafi verið lagður í skreytingarnar. Hér til hliðar má sjá hurðarskreytingu 3. bekkjar, en bar hún sigur úr býtum í samkeppninni sem sannarlega var hörð.

Jólabingó foreldrafélagsins / christmas bingo in Oddeyrarskóli

Laugardaginn 17. nóvember verður hið árlega jólabingó Foreldrafélags Oddeyrarskóla haldið. Herlegheitin byrja kl 14:00 og standa til ca kl. 17:00 og vinningarnir eru stórglæsilegir.

Spjaldið kostar 500 kr. fyrir hlé en 250 kr. eftir hlé.
10. bekkur verður með kaffisölu í hléi.

Við bendum fólki á að mæta tímanlega þar sem það er takmarkaður sætafjöldi.
Enginn posi er á staðnum.

———

On Saturday the 17th of November from 2pm to 5pm our yearly Christmas bingo will be held at Oddeyrarskóli. Grand prizes! The bingo card costs 500 kr. before the break and 250 kr. after.
The 10th grade will be selling coffee and waffles in the break.

We recommend you show up early as there are limited seats.
Cash only, we will not be able to take cards.

Símkerfið liggur niðri

Uppfært: Símkerfi er komið í lag.

Vegna bilunar liggur símkerfi skólans niðri.  Við vitum ekki hversu langan tíma viðgerð tekur.  Ef þið eigið mjög brýnt þá sendið tölvupóst á netföngin kristinj@akmennt.is eða fkh@akmennt.is.

 

Aðalfundur foreldrafélagsins næstkomandi þriðjudag

Þriðjudaginn 18. september kl. 20:00 mun foreldrafélag Oddeyrarskóla halda aðalfund félagsins.

Fundurinn verður í matsal skólans og áætlað að hann taki um klukkustund.

Við hvetjum foreldra til að mæta og taka þannig þátt í öflugu starfi félagsins.

Útivistardagur í næstu viku

Samkvæmt skóladagatali er á dagskrá útivistardagur nk. þriðjudag 4. september. Eins og þið vitið reynum við að fara þegar veður er gott og reiknum við með að svo verði þennan dag. Ætlunin er að allir nemendur skólans gangi saman upp að Hraunsvatni og mun ferðin taka stóran hluta skóladagsins. Það er því mikilvægt að börnin verði vel búin og vel nestuð fyrir ferðina. Ekki er verra að hafa aukasokka með í för. 

Við sendum nánari upplýsingar eftir helgi.

Námsgögn

Nemendur þurfa ekki að kaupa nein námsgögn til að nota í skólanum. Allir nemendur skólans fá þau námsgögn sem nota þarf s.s. skriffæri, liti, stílabækur og möppur. Það eina sem nemendur þurfa að hafa með sér er skólataska og íþróttafatnaður.

Skólasetning í Oddeyrarskóla þriðjudaginn 21. ágúst 2018

Kæru foreldrar/forráðamenn og nemendur!

Þriðjudaginn 21. ágúst verður Oddeyrarskóli settur. Kristín skólastjóri setur skólann í íþróttasal skólans kl. 9:00 og eftir það fara allir nemendur í 2. – 10. bekk með umsjónarkennara sínum í stofur þar sem þeir fá afhentar stundatöflur og aðrar upplýsingar.

Nemendur og foreldrar 1. bekkjar eru boðaðir í viðtöl fyrstu skóladagana og því verður ekki sérstök móttaka á skólasetningardag fyrir hópinn hjá umsjónarkennara, en það væri gaman að sjá sem flesta 1. bekkjar nemendur á sal skólans kl. 9.

Við vekjum um leið athygli forráðamanna og annarra áhugasamra um skólann á nýuppfærðri heimasíðu þar sem m.a. má lesa vorskýrslu okkar frá síðasta ári, bekkjarnámskrár, skólanámskrá og starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2018-2019.