Skólasetning í Oddeyrarskóla þriðjudaginn 21. ágúst 2018

Kæru foreldrar/forráðamenn og nemendur!

Þriðjudaginn 21. ágúst verður Oddeyrarskóli settur. Kristín skólastjóri setur skólann í íþróttasal skólans kl. 9:00 og eftir það fara allir nemendur í 2. – 10. bekk með umsjónarkennara sínum í stofur þar sem þeir fá afhentar stundatöflur og aðrar upplýsingar.

Nemendur og foreldrar 1. bekkjar eru boðaðir í viðtöl fyrstu skóladagana og því verður ekki sérstök móttaka á skólasetningardag fyrir hópinn hjá umsjónarkennara, en það væri gaman að sjá sem flesta 1. bekkjar nemendur á sal skólans kl. 9.

Við vekjum um leið athygli forráðamanna og annarra áhugasamra um skólann á nýuppfærðri heimasíðu þar sem m.a. má lesa vorskýrslu okkar frá síðasta ári, bekkjarnámskrár, skólanámskrá og starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2018-2019.

Síðast uppfært 07.08 2018