Saumavélakennsla

20151020_090433   20151015_125238

Nemendur í 3.og 4.bekk hafa verið að læra á saumavélar undanfarna daga. Þau eru afar áhugasöm um vélarnar og einbeiting skín úr hverju andliti þegar þau æfa sig. Þau hafa líka verið að læra að lita efni með fatalit en efnið nota þau síðan til að nýta saumavélakunnáttuna og sauma sér púða. Eins og sjá má á myndunum eru þetta einbeittir og vandvirkir nemendur :). Fleiri myndir má finna á myndasíðu skólans.

Líf og fjör í heimilisfræði

Samvinna er stór þáttur í öllu námi barna. Í síðustu viku reyndi aldeilis á samvinnu þegar nemendur á unglinga- og miðstigi aðstoðuðu þær Hrafnhildi og Laufeyju matráða við að útbúa hádegismatinn. Á matseðlinum voru pítsur og sýndu nemendur mikinn áhuga og dugnað við að fletja út botna, skera niður álegg og setja á pítsurnar. Að sjálfsögðu brögðuðust pítsurnar sérstaklega vel í hádeginu 🙂 Á myndasíðu skólans má finna fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi.

Símamyndir 30.09.2015 1234Símamyndir 30.09.2015 1231

Byrjendalæsi

gummi 3 002  gummi 2 001

Samþættingarverkefni í 3. og 4. bekk

Nemendur í 3. og 4. bekk unnu saman að stórskemmtilegu samþættingarverkefni í Byrjendalæsi, samfélagsgreinum, myndmennt, textílmennt og upplýsingamennt. Grunnbókin sem við unnum út frá heitir Gummi fer í fjallgöngu eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur. Einnig unnum við með Komdu og skoðaðu fjöllin, kortabækur og upplýsingar af netinu.

 

Markmiðin með verkefninu voru að:

  • auka samvinnu árganga í þriðja og fjórða bekk
  • auka lestrarfærni nemanda
  • allir fengju námsefni við hæfi
  • bæta ritun nemenda
  • hvetja til sjálfstæðra vinnubragða og auka skapandi starf
  • auka leshraða, lesskilning og lestrargleði

Nemendur útbjuggu sér verkefnamöppur sem þeir söfnuðu verkefnunum sínum í. Hver hópur fékk sérstakt blað sem nemendur merktu inn á þegar þeir luku við hvert verkefni en það hjálpaði þeim að halda utan um námsframvindu þeirra. Mikil áhersla var á skapandi vinnu. Nemendur útbjuggu dúskafjall og teiknuðu mynd af fjalli sem þeir notuðu sem fyrirmynd til að þæfa listaverk eftir.

Það er skemmst frá því að segja að verkefnið lukkaðist virkilega vel. Nemendur voru áhugasamir og mikil námsgleði réði ríkjum.

Fleiri myndir frá verkefninu má sjá á myndasíðu skólans.

Jólasöngsalur á miðstigi

Síðasti söngsalurinn fyrir jól var í morgun á miðstigi. Þá buðum við 4. bekk í heimsókn til að syngja með okkur því þau munu auðvitað koma upp til okkar næsta haust. Nemendur tóku hraustlega undir í söngnum og sungu fjögur vel valin jólalög, m.a. Dansaðu vindur með Eivöru Pálsdóttur sem þau syngja eins og englar.

IMG_3370IMG_3373

7. bekkur á Iðavelli í morgun

Í morgun fór 7. bekkur í árlega jólaheimsókn á Leikskólann Iðavöll til að lesa fyrir börnin. Í þetta sinn voru lesnar jólasögur en þetta er liður í undirbúningi nemenda fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Heimsóknin vakti mikla kátínu og nutu sín allir, stórir sem smáir. Eftir lesturinn var boðið í djús og piparkökur og fóru 7. bekkingar svo út að leika með þeim yngri. Frábær ferð í yndislegri vetrarblíðu.

 

 

+×+¦rarinn, +ìsak og Benni+×+¦rarinn  Björg og Sylvía Dísa Fín mynd +×+¦rarinnKrakkar í djús Krakkar í snjó Snjómynd Unnar og fl.

Heilsuvika

Vikuna 6.-10. október stóð heilsunefnd Oddeyrarskóla fyrir heilsuviku fyrir starfsmenn. Lögð var áhersla á bæði líkamlega og andlega heilsu og var ýmislegt gert til að stuðla að góðri alhliða heilsu starfsmanna. Starfsmenn tóku þátt í heilsubingói en þar þurfti fólk að framkvæma ýmsa hreyfingu eins og að hlaupa/ganga upp kirkjutröppurnar, fara í sund, hlægja, sippa og fara í planka. Kaffistofan var mjög lífleg þessa viku þar sem fólk notaði kaffitímana sína til að framkvæma ýmislegt af spjaldinu sínu.  Á mánudeginum var farið í vikulega göngu með gönguklúbb Oddeyrarskóla. Á þriðjudeginum voru grinilegir ávaxtabakkar í boði í kaffitímanum og á miðvikudeginum fengum við Hildi Eir til að koma og tala um andlega vellíðan á starfsmannafundi. Á þeim fundi var boðið upp á græn heilsuskot og heimalagaðar hollustukúlur. Á fimmtudeginum fengum við Evu Reykjalín Zumbadrottningu til að koma og vera með zumbatíma í salnum okkar. Heilsuvikunni var svo lokað með með að dregið var út eitt bingóspjald og fékk eigandi þess fallega heilsukörfu í verðlaun. Þessi vika var sérlega  skemmtileg og starfsfólk skólans tók virkan þátt í þeim uppákomum sem boðið var upp á. Fleiri myndir má sjá á myndasíðu skólans.

hjarta veifa

Útivistardagur hjá 1. – 4. bekk

Í dag var útivistardagur í Oddeyrarskóla. Yngsta stigið fór saman í Lystigarðinn þar sem þau skemmtu sér konunglega saman. Við fórum í löggu og bófa, stórfiskaleik og rannsóknarleiðangra um garðinn. Virkilega góður dagur að baki 🙂 Myndir eru komnar á myndasíðuna.

IMG_5835 IMG_5807

Fjöruferð hjá 3. og 4. bekk

IMG_2318 IMG_2317Á þriðjudaginn í síðustu viku fóru nemendur í 3. og 4. bekk í fjöruferð í Sílabás í tensgslum við umfjöllun um bókina Gummi fer í fjöruferð eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur.

Við fengum frábært verður og nutum okkar vel. Myndir eru komnar á myndasíðu skólans.

Skólasetning

Skólasetning verður í Oddeyrarskóla fimmtudaginn 22. ágúst sem hér segir:

  • Kl. 9:00 1.-4. bekkur
  • Kl. 10:00 5. – 7. bekkur
  • Kl. 11:00 8.-10. bekkur

Við hittumst fyrst í stutta stund á sal og svo fer hver bekkur með sínum umsjónarkennurum í kennslustofur. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir á skólasetninguna!

Kennt verður skv. stundatöflu á föstudag.

Hlökkum til að sjá ykkur öll, starfsfólk Oddeyrarskóla.