Oddeyrarskóli hampaði 2. sætinu annað árið í röð!

Í dag fór Skólahreystikeppnin fram í Íþróttahöllinni á Akureyri. Oddeyrarskóli keppti í Akureyrarriðlinum, en í þeim riðli voru sjö skólar. Í liðinu eru þau Helgi Þór Ívarsson, Gunnborg Petra Jóhannsdóttir, Ólafur Helgi Erlendsson og Tinna Huld Sigurðardóttir. Varamenn liðsins voru þau Oliwia Moranska og Óskar Óðinn Sigtryggsson.

Lið Oddeyrarskóla hafði undirbúið sig vel og hampaði 2. sætinu. Við óskum liðinu okkar og þjálfaranum þeirra, Birgittu Maggý íþróttakennara, innilega til hamingju með frábæran árangur! Lið Brekkuskóla bar sigur úr býtum og óskum við þeim innilega til hamingju.

Skólahreystiliðið okkar

Síðast uppfært 08.04 2019