Jólabingó foreldrafélagsins / Christmas bingo in Oddeyrarskóli

Laugardaginn 9. nóvember verður hið árlega jólabingó Foreldrafélags Oddeyrarskóla haldið. Herlegheitin byrja kl 14:00 og standa til ca kl. 17:00 og vinningarnir eru stórglæsilegir.

Spjaldið kostar 500 kr. fyrir hlé en 250 kr. eftir hlé.

10. bekkur verður með kaffisölu í hléi.

Við bendum fólki á að mæta tímanlega þar sem það er takmarkaður sætafjöldi.

Enginn posi er á staðnum.

———

On Saturday the 9th of November from 2 pm to 5 pm our yearly Christmas bingo will be held at Oddeyrarskóli. Grand prizes!

The bingo card costs 500 kr. before the break and 250 kr. after.

The 10th grade will be selling coffee and waffles during the break.

We recommend you show up early as there are limited seats.

Cash only, we will not be able to take cards.

Könnun til foreldra og forráðamanna

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Oddeyrarskóla

Þar sem viðtalsdagar eru nýafstaðnir langar okkur stjórnendur að heyra af ykkar upplifun af foreldraviðtali og/eða menntabúðum og svo hópspjalli á unglingastigi eftir því sem við á. Við viljum þróa okkur á þessum vettvangi og koma sem best til móts við þarfir foreldra og nýta tímann á skilvirkan hátt.

Með því að smella á meðfylgjandi tengil opnast könnun sem við biðjum ykkur um að svara.

Smellið hér til að taka könnun

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Forritarar framtíðarinnar eru samtök sem vilja stuðla að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni. Nú á dögunum hlaut Oddeyrarskóli 200.000 kr. styrk frá þeim til búnaðarkaupa og þökkum við þeim kærlega fyrir. Ætlunin að nota styrkin til að kaupa forritanlegar smátölvur og ýmsan fylgibúnað tengdan þeim.

Þetta er ekki fyrsta sinn sem við hljótum styrk frá þeim en árið 2016 fengum við 20 borðtölvur sem enn nýtast okkur vel auk námskeiðs fyrir kennara í forritunarkennslu.

Upplýsingatækni verður æ veigameiri partur af námi barna með hverju árinu, og styrkir sem þessir eru ómetanlegir. Enda viljum við að börnin okkar verði fær um að nota tæknina á jákvæðan og uppbyggjandi hátt og skapa sína eigin framtíð.

Útivistardagur þriðjudaginn 27. ágúst


Veðurútlit er töluvert betra fyrir þriðjudag en miðvikudag og því verður útivistardagur á morgun þriðjudag. Allir nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma kl. 8.10 og njóta dagsins í mismunandi útivist. 

Nemendur í 1. bekk verða í nágrenni við skólann. Nemendur í 2., 3. og 4. bekk ætla í Naustaborgir en borða saman hér við skólann um hádegi.

Þeir sem eru á mið- og unglingastigi fengu að velja á milli þess að fara í Naustaborgir eða hjóla fram að Hrafnagili og fara þar í sund. Þeir nemendur sem völdu hjólaferðina verða að muna eftir sundfötum og hjálmi.

Nemendur þurfa að taka með sér hollt og gott nesti til að narta í um morguninn og mikilvægt er að muna eftir drykkjarföngum. Þeir sem eru í ávaxtaáskrift fá ávöxtinn sinn. Allir fá grillaðar pylsur í hádeginu, hvort sem þeir eru skráðir í mat eða ekki. Þó svo veðurspáin sé góð er mikilvægt að allir séu klæddir eftir veðri og í góðum skóm.

Leiðbeiningar frá Mentor

Á hverju hausti fær Mentor alls kyns fyrirspurnir frá notendum sem eru ýmist að byrja að nota kerfið eða hafa notað það áður en lenda í einhverjum vandræðum.

Hér eru hagnýtar upplýsingar fyrir notendur um Mentor kerfið.

UNICEF hlaupið

Kæru nemendur Oddeyrarskóla, hér eru stutt skilaboð frá UNICEF hreyfingunni:

Takk kærlega fyrir samstarfið í ár! í heildina söfnuðu börn í Oddeyrarskóla 181.626 krónum! Það er virkilega vel gert! Þetta mun nýtast UNICEF víðsvegar um heiminn í þeim tilgangi að uppfylla grundvallarmannréttindi barna. 


Með þessari upphæð verður til dæmis hægt að

  • Kaupa 282.000 vatnshreinsitöflur, en með þeim er hægt að hreinsa yfir 1.4 milljón lítra af ódrykkjarhæfu vatni og gera öruggt til þess að drekka eða nota í matargerð og fl. 
  • Kaupa yfir 8.000 skammta af bóluefni gegn mænusótt
  • Kaupa yfir 3.352 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki, nóg til þess að veita a.m.k. tólf lífshættulega vannærðum börnum þrjá mánuði af allri þeirri næringu sem þau þurfa til þess að ná heilbrigðri þyngd. 

Skólaslit Oddeyrarskóla

Oddeyrarskóla verður slitið á morgun, þriðjudaginn 4. júní 2019.

Skólaslit 1. – 7. bekkjar verða á sal kl. 13:00 og eru allir foreldrar velkomnir.

Skólaslit 8. -10. bekkjar og útskrift 10. bekkjar nema verður á sal kl. 17:00.

Að þeirri athöfn lokinni er nemendum 10. bekkjar og fjölskyldum þeirra boðið í kaffi með starfsfólki skólans.