Umgangspestir

Kæru nemendur og foreldrar

Nú ganga ýmsar pestir og margir fjarverandi úr skóla þess vegna. Við hvetjum alla til að huga vel að heilsu sinni, fara ekki of snemma af stað og gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir smit. Finna má gagnlegar upplýsingar á vef landlæknisembættis varðandi t.d. inflúensu sem nú hefur greinst á Akureyri.

Þar sem margir veikjast á þessu tímabili biðjum við ykkur líka að tilkynna veikindi barna daglega, auðvelt er að gera það í gegnum mentor og þar hægt að skrá einn eða tvo daga í einu.

Hjúkrunarfræðingur mælir með vatnsdrykkju og minnir á mikilvægi á inntöku D vítamíns.

Síðast uppfært 29.01 2020