Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Forritarar framtíðarinnar eru samtök sem vilja stuðla að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni. Nú á dögunum hlaut Oddeyrarskóli 200.000 kr. styrk frá þeim til búnaðarkaupa og þökkum við þeim kærlega fyrir. Ætlunin að nota styrkin til að kaupa forritanlegar smátölvur og ýmsan fylgibúnað tengdan þeim.

Þetta er ekki fyrsta sinn sem við hljótum styrk frá þeim en árið 2016 fengum við 20 borðtölvur sem enn nýtast okkur vel auk námskeiðs fyrir kennara í forritunarkennslu.

Upplýsingatækni verður æ veigameiri partur af námi barna með hverju árinu, og styrkir sem þessir eru ómetanlegir. Enda viljum við að börnin okkar verði fær um að nota tæknina á jákvæðan og uppbyggjandi hátt og skapa sína eigin framtíð.

Síðast uppfært 25.09 2019