Fjölgreindardagur 3. október

Fimmtudaginn 3. október var fjölgreindardagur í Oddeyararskóla. Hefðbundin stundaskrá var brotin upp. Nemendum var blandað í námshópa þvert á aldur þar sem og voru hópstjórar elstu nemendur í hverjum hópi, oftast nemendur í 10. bekk. Farið var milli námsstöðva þar sem fjölbreytnin var í fyrirrúmi og stuðst við fjölgreindarkenningu Gardners. Dæmi um viðfangsefni er steinamálun, hreyfing, hugarflæði og leikir. Í frímínútum var boðið upp á skúffuköku, mjólk og ávexti í tilefni þess að nemendur náðu að safna 5000 þrumum sl. vor. Þegar þessari dagskrá var lokið var farið í íþróttasalinn. Þar fengu þeir nemendur sem hraðast hlupu í skólahlaupinu viðurkenningu. Að lokum dönsuðu allir, stórir og smáir zumba og skemmtu sér vel. Hér má sjá myndir frá deginum og hér koma myndir frá kaplakubba stöðinni.

Síðast uppfært 04.10 2019