Blái dagurinn á morgun – hvetjum alla til að klæðast bláu

Á morgun, föstudaginn 6. apríl, er hinn svokallaði blái dagur. Við hvetjum nemendur og stafsfólk til að klæðast bláu þennan dag og vekja þannig athygli á góðum málstað.

Markmið með bláum apríl er að auka vitund og þekkingu almennings á einhverfu.

Nokkrir áhugaverðir punktar um einhverfu:

  • Einhverfa er meðfædd og því fötlun en ekki sjúkdómur
  • Einhverfa er röskun í taugaþroska og einkennin koma venjulega í ljós fyrir þriggja ára aldur
  • Einkennin birtast helst í skertri getu til að tjá sig, félagslegu samspili og áráttukenndri hegðun
  • 1 af hverju 68 barni fæðist með röskun á einhverfurófi (1,5%) skv. nýjum erlendum rannsóknum
  • Drengir eru 4-5 sinnum líklegri til að fá einhverfugreiningu en stúlkur
  • Það skiptir sköpum að börn með einhverfu fái greiningu og viðeigandi aðstoð sem allra fyrst
  • Engin tengsl eru milli bólusetninga og einhverfu (hefur verið margafsannað af vísindasamfélaginu)
  • Birtingarmyndir einhverfu eru margar og birtast aldrei alveg eins hjá hverjum og einum
  • Einhverfir hafa ótalmargt fram að færa og hafa sína styrkleika – eins og allir aðrir

Nánari upplýsingar og fræðsluefni má nálgast á http://www.blarapril.is/

Oddeyrarskóli hampaði 2. sætinu í Skólahreysti!

Í dag fór fram Akureyrarkeppni í Skólahreysti og gerði lið Oddeyrarskóla sér litið fyrir og hampaði 2. sætinu. Frábær árangur það!

Í liði Oddeyrarskóla voru þau Ólafur Helgi Erlendsson sem keppti í upphýfingum og dýfum, Berglind Líf Jóhannesdóttir sem keppti í armbeygjum og hreystigreip og tvíburasystkinin Heiðar Gauti Jóhannsson og Lilja Katrín Jóhannsdóttir kepptu í hraðabrautinni. Varamenn liðsins voru Hugrún Anna Unnarsdóttir og Amjad Joumaa Naser.

Bjarki Gíslason íþróttakennari sinnti undirbúningi af alúð, kenndi skólahreystival, hélt undankeppni í skólanum og þjálfaði krakkana fyrir keppnina.

Við óskum liðinu og Bjarka innilega til hamingju með frábæran árangur!

Sigurvegarar Akureyrarkeppninnar voru að þessu sinni lið Brekkuskóla og óskum við þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju og óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni í vor.

 

Kaffispjall stjórnenda og foreldra nemenda í 10. bekk á föstudag

Hefð er fyrir því í Oddeyrarskóla að bjóða foreldrum 1., 4., 7. og 10. bekkjar í kaffispjall með stjórnendum skólans.

Kaffispjallið er óformlegt spjall á kaffistofu starfsmanna og er hugsað til að efla tengsl og og auka samskipti milli heimila og skóla. Þarna gefst kjörið tækifæri til að ræða ýmislegt í skólastarfinu og / eða félagslífi barnanna.

Nú bjóðum við foreldra 10. bekkjar í kaffispjall með Kristínu skólastjóra og Fjólu deildarstjóra föstudaginn 6. apríl kl. 8:10 – 9:00.

Bingódagur í dag

Í dag er síðasti kennsludagur fyrir páska og samkvæmd hefðinni spilum við Bingó. Vinningar eru að sjálfsögðu í formi páskaeggja. 

Á morgun er svo skipulagsdagur og nemenda- og foreldraviðtöl á föstudag.

Við sjáumst svo endurnærð og glöð þriðjudaginn 3. apríl.

Gleðilega páska!

Skíðadagur 14. mars 2018

Ágætu foreldrar/ forráðamenn                                                               

Miðvikudaginn 14. mars er nemendum í Oddeyrarskóla boðið í Hlíðarfjall. Þennan dag er óhefðbundin stundatafla (gulmerktur dagur  í skóladagatali 2. mars) og því er skólinn búinn strax að loknum mat. Innanskólavalgreinar falla niður en frjáls mæting er í utanskólaval. Nemendur sem skráðir eru í mat fá að borða þegar komið er til baka í skólann.

Nemendur í 1. – 3. bekk sem eru sjálfbjarga á skíðasvæðinu geta komið með eigin skíðabúnað. Ekki verður hægt að lána þeim búnað, en þeir geta komið með sleða eða þotur. Nemendur í 4. – 10. bekk sem ekki eiga búnað geta fengið hann lánaðan. Ekki er hægt að skipta um búnað þegar búið er að velja.

Ef nemendur í 5. – 10. bekk ætla að verða eftir í Hlíðarfjalli verða foreldrar að láta umsjónarkennara vita fyrirfram. Að lokinni skipulagðri dagskrá eru nemendur á eigin vegum. Þeir sem ætla að vera lengur en eiga ekki árskort geta keypt rafrænt kort á 1000 kr. sem þeir sækja þegar aðrir fara heim. Þeir nemendur sem hafa búnað að láni geta leigt hann áfram á 1.900 kr.

Munið eftir góðu nesti, hjálmi og góða skapinu. Mikilvægt er að vera klæddur til útivistar, merkja vel föt og allan búnað. Þeir sem ekki eiga hjálm fá hann lánaðan. Ástæða er til að minna nemendur á að ætla sér ekki um of og fara gætilega í brekkunum.

Foreldrum er velkomið að koma með.

 

Mætingar

1.– 4. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:10. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08:15 og til baka kl.11:15.     

3.– 7. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:30. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08:45 og til baka kl. 12:00.

8.- 10. bekkur. Mæting í skóla kl. 8:45. Rútur í Hlíðarfjall kl. 9.00 og til baka kl.12:15.

       

Með von um góða skemmtun í Hlíðarfjalli 🙂

Starfsfólk Oddeyrarskóla

Nemendur Oddeyrarskóla sigruðu Lífshlaupið – uppskeruhátíð!

Verðlaunahafar í nestisverkefni á unglingstigi

Lárus og Lilja Katrín, fulltrúar úr nemendaráði tóku á móti verðlaunum

KÁ-AKÁ sló í gegn

Listamenn Oddeyrarskóla ræðast við

Í febrúar tóku nemendur Oddeyrarskóla þátt í grunnskólakeppni Lífshlaupsins. Starfsfólk tók einnig þátt og keppti í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins í flokki vinnstaða með 30-69 starfsmenn.

Nemendur Oddeyrarskóla gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Lífshlaupið í flokki skóla með 90-299 nemendur annað árið í röð. Þetta er frábær árangur og óskum við þeim innilega til hamingju!

Mikil stemning skapaðist í skólanum meðan Lífshlaupið stóð yfir, bæði meðal nemenda og starfsfólks.

Heilsueflningarnefnd skólan hélt utan um verkefnið, hvatti nemendur og starfsfólk til dáða og stóð fyrir nokkrum hreyfitengdum viðburðum. Hist var á sameginlegri dansstund á sal og farið í  sameiginlega gönguferð. Nemendur sýndu líka frumkvæði að því að hittast og hreyfa sig, þeir hittust í sundi og skautadiskói auk þess sem tveir nemendur buðu bekkjum sínum í hreyfipartý!

Þegar góður árangur næst er nauðsynlegt að fagna honum. Heilsueflingarnefnd stóð fyrir uppskeruhátíð á sal skólans í gær, föstudaginn 2. mars. Þar fengu nemendur afhentan verðlaunaskjöld frá ÍSÍ og starfsmenn fengu sín verðlaun fyrir að lenda í 3. sæti í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins. Auk þess sigruðu starfsmenn vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar, eða þann hluta sem snýr að hreyfidögum. Fræðslusvið var með flestar hreyfimínútur og fékk verðlaun fyrir það.

Nemendur af unglingastigi fengu viðurkenningu fyrir heilsutengd verkefni sem þau hafa verið að vinna í þematímum. Blásið hafði verið til samkeppni um bestu heilsuverkefnin til að kynna fyrir yngri nemendum heilsusamlegt mataræði og nesti. Þeir fimm hópar sem sigruðu munu þeir heimsækja 1. – 7. bekk skólans til að kynna fyrir þeim heilsusamlegt mataræði.

Loks fengum við rapparann KÁ-AKÁ í heimsókn úr varð hin mesta skemmtun, en hann var einmitt eitt sinn nemandi Oddeyrarskóla. Að fjörinu loknu gæddu nemendur sér á íspinna. Starfsfólk fagnaði árangrinum á kaffistofunni með heilsubita og tertu.

Dúó Stemma í Hofi

List fyrir alla stóð fyrir því að fá Dúó Stemma í Hof og var öllum grunnskólabörum í 1.-4. bekk á Akureyri boðið að koma. Börnin í Oddeyrarskóla létu sig að sjálfsögðu ekki vanta og skemmtu þau sér komunglega á sýningunni.

Fjölbreyttir fatadagar í Oddeyrarskóla

Nemendaráð Oddeyrarskóla stendur fyrir viðburði næstu viku sem allir eru hvattir til að taka þátt í.

Alla dagana á að klæða sig upp á mismunandi hátt.

  • Mánudagur verður náttfatadagur / kósýföt
  • Þriðjudagur verður öfugur dagur – stelpur í strákafötum, strákar í stelpufötum eða fötin ranghverf.
  • Miðvikudagur 80,s dagur
  • Fimmtudagur er búningadagur
  • Föstudagur er fínn föstudagur

 

Sköpun bernskunnar 2018

Sköpun bernskunnar er sýning sem sett er upp til þess að örva skapandi starf og hugsun skólabarna á aldrinum tveggja til sextán ára og eru börn úr Oddeyrarskóla meðal þáttakenda í ár. Þemað að þessu sinni er tröll í víðum skilningi sem vísar í þjóðsögur Íslendinga.

Sýningin opnar á morgun laugardaginn 24. febrúar kl. 15 í Ketilshús og stendur til 15. apríl.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Listasafns Akureyrar.

 

Opið hús í Oddeyrarskóla

Föstudaginn 23. febrúar kl. 9-11 verður opið hús hér í Oddeyrarskóla fyrir þá foreldra sem eiga börn sem fara í 1. bekk á komandi skólaári. Opna húsið er fyrir alla, hvort sem barnið býr í hverfinu eða ekki.

Foreldrar fá kynningu á áherslum skólans og skipulagi auk þess að fá skoðunarferð um skólahúsnæðið.

Verið hjaranlega velkomin!