Kaffispjall stjórnenda og foreldra nemenda í 10. bekk á föstudag

Hefð er fyrir því í Oddeyrarskóla að bjóða foreldrum 1., 4., 7. og 10. bekkjar í kaffispjall með stjórnendum skólans.

Kaffispjallið er óformlegt spjall á kaffistofu starfsmanna og er hugsað til að efla tengsl og og auka samskipti milli heimila og skóla. Þarna gefst kjörið tækifæri til að ræða ýmislegt í skólastarfinu og / eða félagslífi barnanna.

Nú bjóðum við foreldra 10. bekkjar í kaffispjall með Kristínu skólastjóra og Fjólu deildarstjóra föstudaginn 6. apríl kl. 8:10 – 9:00.

Síðast uppfært 03.04 2018