100 miða leikurinn

 

Í þessari viku byrjar 100 miða leikurinn hjá okkur.
Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. Nemendur leggja sig fram um að sýna fyrirmyndarhegðun í skólanum í leik og starfi og allir nemendur geta verið með í leiknum. Leikurinn gengur út að það að 10 nemendur á dag fá sérmerkta umbunarmiða, brosstjörnur í þá 10 daga sem leikurinn stendur yfir, eða samtals 100 miða. Þegar nemendur fá miða fara þeir með hann til ritara, segja fyrir hvað þeir fengu miðann og draga hjá honum númer frá 1 og upp í 100. Númerið sitt líma þeir á þar til gert spjald. Þegar búið er að fylla spjaldið með 100 miðum þá verður gert ljóst hvaða röð vann. Því standa 10 nemendur uppi sem vinningshafar. Þessir nemendur fá óvænta umbun.

Bestu kveðjur
SMT stýrihópurinn

Síðast uppfært 04.04 2018