Skólasetning í Oddeyrarskóla þriðjudaginn 22. ágúst 2017 kl. 9

logo -stafalaustKæru foreldrar/forráðamenn og nemendur!

Þriðjudaginn 22. ágúst verður Oddeyrarskóli settur. Nú hefjum við starfið á afmælisári, en skólinn verður 60 ára þann 7. desember 2017.

Kristín skólastjóri setur skólann í íþróttasal skólans kl. 9:00 og eftir það fara allir nemendur í 2. – 10. bekk með umsjónarkennara sínum í stofur.

Nemendur og foreldrar 1. bekkjar hafa verið boðaðir í viðtöl 22. og 23. ágúst og því verður ekki sérstök móttaka á skólasetningardag fyrir hópinn hjá umsjónarkennara, en það væri gaman að sjá sem flesta 1. bekkjar nemendur á sal kl. 9:00.

Oddeyrarskóla slitið

Útskriftarnemar 2017_árg2001 Útskriftarkaffi_skólaslitFöstudaginn 2. júní var Oddeyrarskóla slitið í 59. sinn.

Árgangur 2001 var útskrifaður við hátíðlega athöfn og var að venju glæsilegt kaffisamsæti útskrifarnema, fjölskyldna þeirra og starfsmanna að athöfn lokinni. Við óskum útskrifarnemum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim góðs gengis á nýjum vettvangi.

Við færum jafnframt nemendum okkar, foreldrum þeirra og starfsfólki Oddeyrarskóla okkar bestu þakkir fyrir samstarfið og samveruna í vetur. 

Hafið það sem allra best í sumar!

Fjóla, Kristín og Rannveig,

stjórnendur Oddeyrarskóla

Öflugt foreldrastarf!

20170525_120029Sjötti bekkur fór í óvissuferð fimmtudaginn 25. maí á vegum foreldra í bekknum. Byrjað var á að bruna að Goðafossi og hann skoðaður. Síðan var farið að Laugum þar sem krakkarnir (og nokkrir fullorðnir) skelltu sér í sund, nesti var borðað og mikið spjallað. Næst brenndum við í bústað í Aðaldalnum, þar sem krakkarnir léku sér og fullorðnir kjöftuðu frá sér allt vit ? Pylsur voru grillaðar og lék veðrið við hópinn. Á heimleiðinni var farið í Samgönguminjasafnið á Ystafelli. Frábær dagur með skemmtilegum ferðafélögum.

Umhverfismál og raunhæf verkefni í stærðfræði á unglingastigi Oddeyararskóla

dúkkuhús Endurnýting Listaverk úr rusliÁ föstudaginn síðastliðinn kynntu nemendur í 8. – 10. bekk afrakstur þemavinnu fyrir foreldrum, öðrum nemendum og starfsfólki. Þemað fjallaði um umhverfismál. Meginmarkmið þemavinnu á unglingastigi er að fræðast um ákveðin viðfangsefni og um leið þjálfa nemendur í lykilhæfni aðalnámskrár. Í umhverfisþemanu unnu nemendur margvísleg verkefni, en markmið þeirra var að nemendur gætu greint og rætt dæmi í umhverfi sínu, að þeir gætu komið skoðun sinni á framfæri, að þeir gerðu sér grein fyrir ábyrgð sinni í samfélaginu og að þeir gætu útskýrt dæmi úr eigin lífi. Nemendur fengu nokkuð frjálsar hendur um skil á verkefnum og völdu þeir t.d. að vinna með listsköpun, fræðsluefni, myndbandagerð og tónlist.

Sama dag kynntu nemendur í 10. bekk lokaverkefni í stærðfærði. Þar unnu þeir saman í hópum að margvíslegum verkefnum sem reyndu á stærðfræði. Verkefni nemenda voru fjölbreytt, þeir stofnuðu m.a. handboltalið og ráku í eitt ár, keyptu og ráku hótel, stofnuðu framhaldsskóla, gerðu lag um stærðfræði, gerðu tölfræðilega könnun um peninganotkun unglinga og áætluðu kostnað við að reka húsnæði og fjölskyldu. Markmið með verkefnunum var að fá nemendur til að nota eitthvað af því sem þeir hafa lært undanfarið í stærðfræði í tengslum við daglegt líf.

Vorþema miðstigs – hafið

skip lögsaga flotvarpa aflaverðmætiVorþema miðstigs þetta árið fjallar um hafið. Við höfum unnið í mismunandi hópum og meðal annars horft á myndbönd frá N4 um skip og veiðarfæri. Við höfum safnað upplýsingum af netinu og úr bókum og nýtt í vinnu með fræðslugrunna, við höfum búið til hugtakakort, teiknað myndir af fiskum og lært mjög margt. Lögð var áhersla á fjölbreytt vinnubrögð, fjölbreytt efni og samvinnu. Afrakstur vinnunnar hangir upp á veggjum um allt miðstig 🙂

Sannar gjafir fyrir 93 þúsund í kjölfar góðverkaviku

sannar gjafir unicefEins og áður hefur komið fram var haldin góðverkavika í Oddeyrarskóla dagana fyrir páska. Unnið var með nærsamfélaginu, nemendur gerðu góðverk hjá einstaklingum og fyrirtæknum og skoruðu um leið á aðra að gera góðverk með því að láta fé af hendi rakna til Unicef.

Nú hefur verkefnið verið að fullu gert upp og söfnuðust í heildina 93 þúsund krónur sem hafa verið nýttar til kaupa á sönnum gjöfum Unicef.

Við þökkum Útgerðarfélagi Akureyringa, Rafeyri, Nýju kaffibrennslunni og Ljósgjafanum innilega fyrir að taka þátt í þessu verkefni með okkur, sem og þeim einstaklingum á Eyrinni sem lögðu verkefninu lið.

Nemendur heimsóttu N4 – umbun í 100 miða leik

SMT umbun SMT umbun2Fyrir nokkru var 100 miða leikurinn haldinn hér í Oddeyrarskóla, en hann er hluti af SMT starfinu okkar. Leikurinn gengur út á að 100 nemendur skólans fá stjörnur fyrir að fylgja einkunnarorðum skólans, ábyrgð, virðing og vinátta. Þessir nemendur draga númer á bilinu 1-100 og staðsetja sig á 100 töflunni. Að leik loknum er ein röðin í 100 töflunni dregin út og voru það nemendurnir sem höfðu fengið töluna 3 sem voru dregnir út að þessu sinni (3-13-23 o.s.frv.).

Í dag var umbunardagur fyrir þennan hóp og fólst umbunin í að heimsækja N4 sem eru flutt í Linduhúsið á Eyrinni. Þar tók Herdís Helgadóttir dagskrárgerðarmaður á móti okkur og kynnti vinnustaðinn fyrir okkur. Við þökkum Herdísi og N4 kærlega fyrir góðar mótttökur og áhugaverða fræðslu.

Að þeirri heimsókn lokinni skunduðum við á neðstu hæðina þar sem Axelsbakarí er til húsa og gæddum okkur á kruðeríi.

Góðverkavika nemenda Oddeyrarskóla: góðverk í nærumhverfi og safnað fyrir sönnum gjöfum Unicef

sannar gjafir_góðverkavika sannar gjafir_góðverkavika2Vikuna 3. – 7. apríl 2017 var haldin góðverkavika í Oddeyrarskóla í annað sinn. Að þessu sinni höfðum við mikinn hug á að vinna með nærsamfélaginu, gera góðverk hjá einstaklingum og fyrirtæknum og skora um leið á aðra að gera góðverk með því að láta fé af hendi rakna til Unicef.

Nemendur unnu ýmis góðverk, s.s. að syngja og dansa fyrir eldri borgara á Hlíð, gefa íbúum í hverfinu fjölnota innkaupapoka sem nemendur saumuðu auk þess að færa íbúum fallegar orðsendingar og hjörtu með hlýjum kveðjum. Jafnframt komu nemendur í þau fyrirtæki og til þeirra einstaklinga sem tóku áskorun okkar og hjálpuðu til með ýmsum hætti.

Nú þegar hafa safnast 43.000 krónur á reikning nemendafélagsins. Þessum peningum höfum við nú ráðstafað til að kaupa á sjö ofurhetjupökkum  og 20 lítra af næringarmjólk handa börnum sem þurfa á þessu að halda.

Við erum glöð og stolt af því að vinna með nærumhverfinu og geta gefið af okkur og glatt aðra, enda eru einkunnarorðin okkar ÁBYRGÐ, VIRÐING og VINÁTTA.

Lokahátíð litlu upplestrarkeppninnar haldin í 4. bekk

Litla upplestrarkeppnin_2Hjá okkur er orðin hefð fyrir því að 4. bekkur taki þátt í Litlu upplestrarkeppninni. Lokahátíð hennar fór fram í dag og var foreldrum boðið til hátíðarinnar. Þar fluttu nemendur íslenskt efni, þar sem þeir ýmist lásu einir eða í minni eða stærri talkórum. Einnig söngu hópurinn eitt fallegt íslenskt lag, Ég er kominn heim. Að söng og lestri loknum gættu nemendur og gestir sér á veitingum sem bornar voru á borð.

Það er einstaklega gaman að sjá hvað hægt er að gera með nemendum þegar kemur að upplestri og framsögn og ljóst er að æfingin skapar meistarann. Þessir krakkar hafa lagt allt kapp á æfingar síðustu daga og vikur og skilaði það sér svo sannarlega í góðum flutningi.