Sjötti bekkur fór í óvissuferð fimmtudaginn 25. maí á vegum foreldra í bekknum. Byrjað var á að bruna að Goðafossi og hann skoðaður. Síðan var farið að Laugum þar sem krakkarnir (og nokkrir fullorðnir) skelltu sér í sund, nesti var borðað og mikið spjallað. Næst brenndum við í bústað í Aðaldalnum, þar sem krakkarnir léku sér og fullorðnir kjöftuðu frá sér allt vit ? Pylsur voru grillaðar og lék veðrið við hópinn. Á heimleiðinni var farið í Samgönguminjasafnið á Ystafelli. Frábær dagur með skemmtilegum ferðafélögum.
Síðast uppfært 29.05 2017