Sannar gjafir fyrir 93 þúsund í kjölfar góðverkaviku

sannar gjafir unicefEins og áður hefur komið fram var haldin góðverkavika í Oddeyrarskóla dagana fyrir páska. Unnið var með nærsamfélaginu, nemendur gerðu góðverk hjá einstaklingum og fyrirtæknum og skoruðu um leið á aðra að gera góðverk með því að láta fé af hendi rakna til Unicef.

Nú hefur verkefnið verið að fullu gert upp og söfnuðust í heildina 93 þúsund krónur sem hafa verið nýttar til kaupa á sönnum gjöfum Unicef.

Við þökkum Útgerðarfélagi Akureyringa, Rafeyri, Nýju kaffibrennslunni og Ljósgjafanum innilega fyrir að taka þátt í þessu verkefni með okkur, sem og þeim einstaklingum á Eyrinni sem lögðu verkefninu lið.

Síðast uppfært 26.05 2017