Nemendur heimsóttu N4 – umbun í 100 miða leik

SMT umbun SMT umbun2Fyrir nokkru var 100 miða leikurinn haldinn hér í Oddeyrarskóla, en hann er hluti af SMT starfinu okkar. Leikurinn gengur út á að 100 nemendur skólans fá stjörnur fyrir að fylgja einkunnarorðum skólans, ábyrgð, virðing og vinátta. Þessir nemendur draga númer á bilinu 1-100 og staðsetja sig á 100 töflunni. Að leik loknum er ein röðin í 100 töflunni dregin út og voru það nemendurnir sem höfðu fengið töluna 3 sem voru dregnir út að þessu sinni (3-13-23 o.s.frv.).

Í dag var umbunardagur fyrir þennan hóp og fólst umbunin í að heimsækja N4 sem eru flutt í Linduhúsið á Eyrinni. Þar tók Herdís Helgadóttir dagskrárgerðarmaður á móti okkur og kynnti vinnustaðinn fyrir okkur. Við þökkum Herdísi og N4 kærlega fyrir góðar mótttökur og áhugaverða fræðslu.

Að þeirri heimsókn lokinni skunduðum við á neðstu hæðina þar sem Axelsbakarí er til húsa og gæddum okkur á kruðeríi.

Síðast uppfært 12.05 2017