Góðverkavika nemenda Oddeyrarskóla: góðverk í nærumhverfi og safnað fyrir sönnum gjöfum Unicef

sannar gjafir_góðverkavika sannar gjafir_góðverkavika2Vikuna 3. – 7. apríl 2017 var haldin góðverkavika í Oddeyrarskóla í annað sinn. Að þessu sinni höfðum við mikinn hug á að vinna með nærsamfélaginu, gera góðverk hjá einstaklingum og fyrirtæknum og skora um leið á aðra að gera góðverk með því að láta fé af hendi rakna til Unicef.

Nemendur unnu ýmis góðverk, s.s. að syngja og dansa fyrir eldri borgara á Hlíð, gefa íbúum í hverfinu fjölnota innkaupapoka sem nemendur saumuðu auk þess að færa íbúum fallegar orðsendingar og hjörtu með hlýjum kveðjum. Jafnframt komu nemendur í þau fyrirtæki og til þeirra einstaklinga sem tóku áskorun okkar og hjálpuðu til með ýmsum hætti.

Nú þegar hafa safnast 43.000 krónur á reikning nemendafélagsins. Þessum peningum höfum við nú ráðstafað til að kaupa á sjö ofurhetjupökkum  og 20 lítra af næringarmjólk handa börnum sem þurfa á þessu að halda.

Við erum glöð og stolt af því að vinna með nærumhverfinu og geta gefið af okkur og glatt aðra, enda eru einkunnarorðin okkar ÁBYRGÐ, VIRÐING og VINÁTTA.

Síðast uppfært 04.05 2017