Skólasetning í Oddeyrarskóla þriðjudaginn 22. ágúst 2017 kl. 9

logo -stafalaustKæru foreldrar/forráðamenn og nemendur!

Þriðjudaginn 22. ágúst verður Oddeyrarskóli settur. Nú hefjum við starfið á afmælisári, en skólinn verður 60 ára þann 7. desember 2017.

Kristín skólastjóri setur skólann í íþróttasal skólans kl. 9:00 og eftir það fara allir nemendur í 2. – 10. bekk með umsjónarkennara sínum í stofur.

Nemendur og foreldrar 1. bekkjar hafa verið boðaðir í viðtöl 22. og 23. ágúst og því verður ekki sérstök móttaka á skólasetningardag fyrir hópinn hjá umsjónarkennara, en það væri gaman að sjá sem flesta 1. bekkjar nemendur á sal kl. 9:00.

Síðast uppfært 16.08 2017